Innlent

Þyrlusveitin kölluð til að­stoðar lög­reglu í nótt

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tólf í dag.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan tólf í dag. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um tvöleytið í nótt til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi við að bjarga tveimur fjallgöngumönnum sem voru í sjálfheldu í Kastrádalsfjalli nærri Hornafirði.

Vakthafandi hjá Landhelgisgæslunni staðfestir að Landhelgisgæslunni hafi borist aðstoðarbeiðnin frá lögreglunni um klukkan tvö í nótt og var þyrlan komin á staðinn um hálffimm. 

Mennirnir voru hífðir um borð og flogið með þá til Hornafjarðar. Ekkert amaði að þeim

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×