Atvikið átti sér stað um miðbik seinni hálfleiks. Í kjölfarið var Daniel Podence rekinn af velli fyrir kjaftshögg.
O'Neil spurði Hwang hvort hann vildi að leikurinn yrði stöðvaður en Suður-Kóreumaðurinn hafnaði því. Úlfararnir unnu leikinn, 1-0, með marki Matts Doherty.
„Channy heyrði rasísk ummæli sem er miður. Ég ræddi við hann um þetta, spurði hvort hann vildi taka liðið af velli eða fara sjálfur út af en hann stóð fastur á því liðið héldi áfram að spila,“ sagði O'Neil.
„Það eru mikil vonbrigði að þetta hafi gerst, að við þurfum að tala um þetta og þetta hafði áhrif á leikinn. Þetta er ekki óskastaða og svona lagað ætti ekki að vera til.“
Como er nýliði ítölsku úrvalsdeildinni. Cesc Fábregas er þjálfari liðsins.
Hwang kom til Wolves frá RB Leipzig 2021. Fyrsta tímabilið lék hann sem lánsmaður með enska liðinu sem keypti hann svo sumarið 2022. Hwang skoraði tólf mörk í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.