Innlent

Sækja slasaðan göngumann á Horn­strandir

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Björgunarskipið Gísli Jóns sinnir útkalli.
Björgunarskipið Gísli Jóns sinnir útkalli. landsbjörg

Björgunarfélag Ísafjarðar var boðað í morgun til björgunaraðgerða í Hornvík þar sem maður hafði slasast á fæti. 

Þetta kemur fram í tilkynningu Landsbjargar. Beiðni hafi borist um klukkan tíu í morgun og björgunarskipið Gísli Jónsson frá Björgunarfélagi Ísafjarðar sé nú statt í Hornvík þar sem maðurinn verði fluttur um borð í björgunarskipið með léttabát. 

Með í för séu sjúkraflutningamenn sem muni undirbúa manninn fyrir flutning.

„Fjarskipti eru afar takmörkuð á Hornströndum og er þar til að mynda ekkert farsímasamband. Tilkynningin kom því til Neyðarlínu frá tilkynnanda í byggð sem var í VHF sambandi við Hornvík,“ segir í tilkynningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×