Þorsteinn: Ég held að maður geti ekki farið fram á meira Árni Jóhannsson skrifar 16. júlí 2024 19:45 Þorsteinn Halldórsson einbeittur á hliðarlínunni. Vísir / Anton Brink Ísland vann góðan sigur í Póllandi í síðasta leik undankeppni EM 2025 á útivelli í kvöld. Sveindís Jane gerði eina mark leiksins og var þjálfarinn, Þorsteinn Halldórsson, ánægður með leik sinna kvenna. Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Í viðtali við RÚV skömmu eftir leik var Þorsteinn spurður að því hvernig honum fannst leikurinn. „Við fórum náttúrlega inn í leikinn með skynsemina að vopni en við ætluðum ekki að keyra okkur út í fyrri hálfleik með mikilli hápressu. Við leyfðum þeim að vera með boltann aftast og biðum eftir því að þær myndu gera mistök og reyndum að flétta þetta þannig að við værum ekki að keyra okkur út. Við vissum að þetta yrði erfiður seinni hálfleikur og vissum að einhverjir leikmenn yrðu þreyttir.“ „Við pressuðum aðeins hærra á þær fyrstu 30 í seinni hálfleik sem lokaði alveg á þær. Pólland komst ekkert áfram og sköpuðu sér eiginlega engin færi í seinni hálfleik. Varnarleikurinn var heilt yfir mjög góður en þær náðu ekki að skapa sér nein opin færi. Sóknarleikurinn fínn en við opnuðum þær alveg en hefðum getað gert betur. Ég er mjög ánægður með seinni hálfleikinn og í raun og veru með framlagið hjá liðinu í dag.“ Þorsteinn var beðinn um að gera upp undankeppnina en Ísland endar í öðru sæti riðilsins og bestu vörnina. Ísland fékk einungis á sig fimm mörk í sex leikjum og skoruðu að meðaltali nærrum því tvö mörk í leik. Getur Þorsteinn nokkuð annað en verið mjög sáttur með þetta allt saman. „Algjörlega. Ég held að maður geti ekki farið fram á meira. Upphaflega markmiðið var að ná öðru sætinu eða öðru af tveimur efstu sætunum en maður gerði ráð fyrir því að Þýskaland myndi vinna riðilinn þá var það okkar að ná öðru sætinu. Við gerðum það og heilt yfir frábær keppni. Við getum ekki beðið um meira. Varnarleikurinn var frábær allan tímann og sóknarleikurinn að þróast hægt og rólega þannig að ég er bara mjög sáttur.“ „Ég er svo bara mjög ánægður með að klára þennan leik hérna. Við vitum að það er spennufall eftir sigurinn á Þýskalandi og tryggt sig á EM. Við nálguðumst þennan leik af fagmennsku.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 „Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Uppgjör: Pólland - Ísland 0-1 | Glæsimark Sveindísar dugði til sigurs Ísland kláraði riðlakeppni undankeppni EM 2025 með glæsibrag með því að leggja Pólland af velli á útivelli í dag. Sveindís Janes skoraði eina mark leiksins og var það af dýrari gerðinni. 16. júlí 2024 16:16
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17
„Náði að pota honum með löngu leggjunum“ Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina markið í 1-0 sigri Íslands gegn Póllandi í undankeppni EM í dag. Ísland var búið að tryggja sér sæti á EM fyrir leikinn í dag. 16. júlí 2024 19:17