Telur ekki trúlegt að komið verði á samkomutakmörkunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 09:13 Mikið álag hefur verið á heilsugæslum landsins vegna óvanalegs fjölda veirusmita miðað við árstíma. Vísir/Vilhelm Margrét Héðinsdóttir, fagstjóri hjúkrunar og upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir fleiri erindi á borði upplýsingamiðstöðvarinnar núna en voru í janúar og febrúar. Skæðar og smitandi veirusýkingar, þeirra á meðal kórónaveiran, séu í gangi og mikið álag á heilsugæslum landsins. Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét. Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hún segir það afbrigði kórónuveirunnar sem er í dreifingu landsmanna á meðal þessa dagana vera meira smitandi en þau sem við sáum í faraldrinum og að heilu fjölskyldurnar ásamt meira og minna öllum sem þau hafa hitt liggja fyrir. Fólk á öllum aldri sé orðið töluvert veikt. Henni finnst þó ekki líklegt að gripið verði til neinna almenna ráðstafana utan veggja Landspítalans. „Við ráðleggjum fólki að reyna að vera ekki að dreifa þessu. Það kunna þetta allir, þvo sér um hendurnar, spritta og nota grímu. Við hvetjum alla sem þurfa að fara til læknis að gera þetta til að minnka líkur á að smita til dæmis litlu börnin sem eru að koma í ungbarnavernd og svona,“ segir Margrét. „Að það verði teknar upp einhverjar samkomutakmarkanir finnst mér nú ótrúlegt,“ bætir hún aðspurð við. Margrét segir að þar sem upplýsingamiðstöðin var stofnuð fyrir rúmum tveimur árum sé ekki hægt að miða við undanfarin ár en segist þó hafa tilfinningu fyrir því að það sé meira álag nú en áður. „Þegar við getum haft eitthvað til að miða við þá erum við með fleiri erindi til okkar núna heldur en voru í janúar og febrúar. En við erum heppin. Við erum með mikið af góðu fólki,“ segir hún. Hún segir það gott að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins sé fjarvinnustaður og hafi tök á að fá hjúkrunarfræðinga búsetta erlendis til vinnu. „Okkur hefur gengið ágætlega að manna og erum þokkalega mönnuð en á mestu álagstímanum getur verið bið. Þá flokkum við erindin og tökum fyrst þau sem eru alvarleg,“ segir Margrét.
Heilsugæsla Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira