Bóluefni eða veirur Ágúst Kvaran skrifar 17. júlí 2024 11:30 Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Þess í stað finnast mér flest skrif af þessum toga samanstanda af samhengislausum frösum eða upphrópunum án þess að reynt að gera sér far um að að varpa ljósi á um hvað málið snýst. Þetta er kveikjan að því að ég ákvað að taka saman eftirfarandi texta með skýringarmyndum í von um að auka skilning á virkni, tilgangi og mikilvægi bólusetninga og sér í lagi í hverju munurinn á að fá bóluefni eða veirusýkingu geti falist. Til að einfalda málið hefi ég valið að taka bara fyrir eitt nærtækt dæmi (Covid-19: dæmigerð virkni bóluefnis vs. veirusýking) og reynt að draga fram í dagsljósið aðalatriðin í flóknum ferlum á „mannamáli“ og/eða líkingarmáli. Bólusetning gegn COVID (Mynd 1): Dæmigert bóluefni við COVID samanstendur af vökvalausn sem inniheldur svonefndar mRNA sameindir innilokaðar í kúlulaga verndarhjúp sem líkja má við uppskrift að myndum bindiprótína sem eru á yfirborði COVID veirunnar. Kúlurnar „laðast“ að yfirborði fruma líkamans og ná þar að losa „mRNA uppskriftirnar“ inn fyrir frumuvegginn í umfrymið sem umlykur frumukjarnann (þar sem erfðaefnið okkar fyrirfinnst). Í umfryminu fer fram efnaferli fyrir tilstilli „Prótínþýðanda“ sem felst í því að „mRNA-uppskriftirnar“ eru notaðar til að búa til viðkomandi bindiprótín sem því næst eru losuð út úr frumunni. mRNA sameindirnar eyðast í framhaldi af því. Bindiprótín þessi, sem eru eftirlíkingar prótína á yfirborði COVID veirunnar, hafa þar þann eina tilgang að bindast frumum líkamans líkt og verndarkúlurnar í bóluefninu. Í kjölfar þess að bindiprótínin, sem þannig voru mynduð og losuð út úr frumum fer af stað efnaferli þar sem ónæmiskerfið bregst við þessum „nýju aðskotahlutum“ með þeim afleiðingum að varnakerfi líkamans gegn slíkum próteinum (þar með talið áföstum á COVID veirum) og þar með talið gegn COVID veirum, er virkjað líkt og herfylking gegn óvinveittum her COVID veiranna og þeim eytt. Virkni veira (Mynd2): Veirurnar sem valda COVID (SARS-CoV-2) eru, í einfaldaðri mynd líkt og lokaðar kúlur með bindiprótínum á yfirborðinu og keðju af fjölmörgum samhangandi RNA sameindum innst, sem eru uppskriftir að mismunandi prótínum. Mörg þeirra prótína eru ensím (ísl: lífhvatar) sem, í samræmi við eiginleika ensíma, geta haft áhrif á ýmsa efnaferla líkamans til hins verra, þ.e. haft eituráhrif / skaðleg áhrif. (Til samanburður um skaðlega virkni ensíma í lífríkinu má t.d. nefna eiturvirkni eftir bit eða stungur af dýrum á borð við eiturslöngur og skordýr.) Ef veirurnar ná að komast inn í líkama okkar geta þær bundist yfirborði fruma líkamans fyrir tilstilli bindiprótínanna á yfirborði þeirra meðan þær „athafna“ sig við að smjúga inn í frumuna (Mynd 2), þar sem þær opnast í umfryminu og losa sig við RNA keðjuna. Líkt og í tilfelli bóluefnisins, sem lýst var hér fyrir ofan þá hefst núna „þýðing“ á „RNA-uppskriftunum“ fyrir tilstilli „prótínþýðandans“ og myndun prótína. Munurinn er hins vegar sá að auk skaðlausra prótína á borð við bindiprótínið, eru núna líka búin til „eiturvirk“ ensím, sem losnar síðan allt úr frumunni. Ekki nóg með það, heldur eru veirurnar þeim eiginleika gæddar að ná að nýta sér frumuna til að endurmyndast áður en þær yfirgefa hana „í leit“ að næsta hýsli / „fórnarlambi“. Í kjölfar losunar prótína / ensíma, skaðlausra jafnt sem „eiturvirkra“ úr frumum líkamans hefst í senn virkjun ónæmiskerfisins sem og skaðvaldandi virkni. Ráðandi virkni ræðst af fjölmörgum þáttum, háð aðstæðum við smitun, hraða hinna ýmsu efnaferla í líkamanum sem og líkamlegu ástandi þess sýkta, svo nokkuð sé nefnt. Spurningin um hvort ráðlegra sé að þiggja bólusetningu eða að eiga á hættu að smitast snýst því í reynd um eftirfarandi: Hvort viltu fá bóluefni með vel skilgreinda tímabundna virkni sem einskorðast við að mynda skaðlaust efni í líkamanum sem virkjar ónæmiskerfið til að ráða niðurlögum veirunnar eða að fá veiru sem sífellt endurnýjast eftir að hafa virkjað myndun fjölda eiturefna / skaðvaldandi efna sem geta valdið líkamstjóni áður en ónæmiskerfið gegn veirunni nær að virkjast sem skyldi? Í mínum huga er svarið augljóst: Ég vel fyrri kostinn og nýti mér þar með afrakstur áratuga rannsókna og þekkingaröflunar mannsins á sviðum lífvísinda, efnafræði og eðlisfræði, sem m.a. endurspeglaðist í því stórkostlega afreki sem skjót þróun og notkun bólusetningarinnar gegn heimsfaraldrinum COVID-19 var. Þeim sem líkja bólusetningunni við eitursprautu vil ég benda á að innrás veirunnar er hin eiginlega „eitursprauta“, eins og ljóst má vera af ofangreindu. Þeim sem líkja bólusetningunni við „erfðabreytingu“ er rétt að benda á að bóluefnið hefur engin áhrif á erfðaefni okkar, sem varðveitist innan frumukjarna, þangar sem bóluefnin ná ekki. Misskilningurinn hvað þetta síðastnefnda varðar gæti falist í því að „mRNA uppskiftarefnið“ er efnafræðilega skyld sameindabyggingu erfðaefnisins (DNA, sem líkja má við samsettar RNA sameindir), en með sérhæfða verndandi og skaðlaus virkni í umfrymi fruma utan frumukjarna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði. Heimildir og myndefni sem notast var við:https://www.genome.gov/about-genomics/fact-sheets/Understanding-COVID-19-mRNA-Vaccines https://cancerprogressreport.aacr.org/covid/c19c-contents/c19c-understanding-the-covid-19-pandemic/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Öðru hverju rata fyrir augu mér textar gegn notkun bóluefna þar sem varað er við skaðsemi þeirra. Ég hefi ekki ástæðu til að ætla að textahöfundum gangi neitt illt til með skrifum sínum en mér sýnist flestum þessum skrifum vera sameiginlegt að þau lýsa þekkingar eða skilningsleysi á því í hverju virkni bóluefna felst og að horft er framhjá því að ræða mikilvægan mun á virkni bóluefna annars vegar og veirusýkinga hins vegar. Þess í stað finnast mér flest skrif af þessum toga samanstanda af samhengislausum frösum eða upphrópunum án þess að reynt að gera sér far um að að varpa ljósi á um hvað málið snýst. Þetta er kveikjan að því að ég ákvað að taka saman eftirfarandi texta með skýringarmyndum í von um að auka skilning á virkni, tilgangi og mikilvægi bólusetninga og sér í lagi í hverju munurinn á að fá bóluefni eða veirusýkingu geti falist. Til að einfalda málið hefi ég valið að taka bara fyrir eitt nærtækt dæmi (Covid-19: dæmigerð virkni bóluefnis vs. veirusýking) og reynt að draga fram í dagsljósið aðalatriðin í flóknum ferlum á „mannamáli“ og/eða líkingarmáli. Bólusetning gegn COVID (Mynd 1): Dæmigert bóluefni við COVID samanstendur af vökvalausn sem inniheldur svonefndar mRNA sameindir innilokaðar í kúlulaga verndarhjúp sem líkja má við uppskrift að myndum bindiprótína sem eru á yfirborði COVID veirunnar. Kúlurnar „laðast“ að yfirborði fruma líkamans og ná þar að losa „mRNA uppskriftirnar“ inn fyrir frumuvegginn í umfrymið sem umlykur frumukjarnann (þar sem erfðaefnið okkar fyrirfinnst). Í umfryminu fer fram efnaferli fyrir tilstilli „Prótínþýðanda“ sem felst í því að „mRNA-uppskriftirnar“ eru notaðar til að búa til viðkomandi bindiprótín sem því næst eru losuð út úr frumunni. mRNA sameindirnar eyðast í framhaldi af því. Bindiprótín þessi, sem eru eftirlíkingar prótína á yfirborði COVID veirunnar, hafa þar þann eina tilgang að bindast frumum líkamans líkt og verndarkúlurnar í bóluefninu. Í kjölfar þess að bindiprótínin, sem þannig voru mynduð og losuð út úr frumum fer af stað efnaferli þar sem ónæmiskerfið bregst við þessum „nýju aðskotahlutum“ með þeim afleiðingum að varnakerfi líkamans gegn slíkum próteinum (þar með talið áföstum á COVID veirum) og þar með talið gegn COVID veirum, er virkjað líkt og herfylking gegn óvinveittum her COVID veiranna og þeim eytt. Virkni veira (Mynd2): Veirurnar sem valda COVID (SARS-CoV-2) eru, í einfaldaðri mynd líkt og lokaðar kúlur með bindiprótínum á yfirborðinu og keðju af fjölmörgum samhangandi RNA sameindum innst, sem eru uppskriftir að mismunandi prótínum. Mörg þeirra prótína eru ensím (ísl: lífhvatar) sem, í samræmi við eiginleika ensíma, geta haft áhrif á ýmsa efnaferla líkamans til hins verra, þ.e. haft eituráhrif / skaðleg áhrif. (Til samanburður um skaðlega virkni ensíma í lífríkinu má t.d. nefna eiturvirkni eftir bit eða stungur af dýrum á borð við eiturslöngur og skordýr.) Ef veirurnar ná að komast inn í líkama okkar geta þær bundist yfirborði fruma líkamans fyrir tilstilli bindiprótínanna á yfirborði þeirra meðan þær „athafna“ sig við að smjúga inn í frumuna (Mynd 2), þar sem þær opnast í umfryminu og losa sig við RNA keðjuna. Líkt og í tilfelli bóluefnisins, sem lýst var hér fyrir ofan þá hefst núna „þýðing“ á „RNA-uppskriftunum“ fyrir tilstilli „prótínþýðandans“ og myndun prótína. Munurinn er hins vegar sá að auk skaðlausra prótína á borð við bindiprótínið, eru núna líka búin til „eiturvirk“ ensím, sem losnar síðan allt úr frumunni. Ekki nóg með það, heldur eru veirurnar þeim eiginleika gæddar að ná að nýta sér frumuna til að endurmyndast áður en þær yfirgefa hana „í leit“ að næsta hýsli / „fórnarlambi“. Í kjölfar losunar prótína / ensíma, skaðlausra jafnt sem „eiturvirkra“ úr frumum líkamans hefst í senn virkjun ónæmiskerfisins sem og skaðvaldandi virkni. Ráðandi virkni ræðst af fjölmörgum þáttum, háð aðstæðum við smitun, hraða hinna ýmsu efnaferla í líkamanum sem og líkamlegu ástandi þess sýkta, svo nokkuð sé nefnt. Spurningin um hvort ráðlegra sé að þiggja bólusetningu eða að eiga á hættu að smitast snýst því í reynd um eftirfarandi: Hvort viltu fá bóluefni með vel skilgreinda tímabundna virkni sem einskorðast við að mynda skaðlaust efni í líkamanum sem virkjar ónæmiskerfið til að ráða niðurlögum veirunnar eða að fá veiru sem sífellt endurnýjast eftir að hafa virkjað myndun fjölda eiturefna / skaðvaldandi efna sem geta valdið líkamstjóni áður en ónæmiskerfið gegn veirunni nær að virkjast sem skyldi? Í mínum huga er svarið augljóst: Ég vel fyrri kostinn og nýti mér þar með afrakstur áratuga rannsókna og þekkingaröflunar mannsins á sviðum lífvísinda, efnafræði og eðlisfræði, sem m.a. endurspeglaðist í því stórkostlega afreki sem skjót þróun og notkun bólusetningarinnar gegn heimsfaraldrinum COVID-19 var. Þeim sem líkja bólusetningunni við eitursprautu vil ég benda á að innrás veirunnar er hin eiginlega „eitursprauta“, eins og ljóst má vera af ofangreindu. Þeim sem líkja bólusetningunni við „erfðabreytingu“ er rétt að benda á að bóluefnið hefur engin áhrif á erfðaefni okkar, sem varðveitist innan frumukjarna, þangar sem bóluefnin ná ekki. Misskilningurinn hvað þetta síðastnefnda varðar gæti falist í því að „mRNA uppskiftarefnið“ er efnafræðilega skyld sameindabyggingu erfðaefnisins (DNA, sem líkja má við samsettar RNA sameindir), en með sérhæfða verndandi og skaðlaus virkni í umfrymi fruma utan frumukjarna. Höfundur er prófessor emeritus í eðlisefnafræði. Heimildir og myndefni sem notast var við:https://www.genome.gov/about-genomics/fact-sheets/Understanding-COVID-19-mRNA-Vaccines https://cancerprogressreport.aacr.org/covid/c19c-contents/c19c-understanding-the-covid-19-pandemic/
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun