Þá verður sagt frá viðbúnaður lögreglu sem verður aukinn á Þjóðhátíð í Eyjum. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur áhyggjur af auknu ofbeldi og vopnaburði gesta á hátíðinni.
Bæjarstjóri Akraness hefur komið þeim skilaboðum áleiðis til skiptastjóra Skagans 3X að bæjaryfirvöld geti skaffað fyrirtækinu nýja lóð á Akranesi. Bæjaryfirvöld róa að því öllum árum að halda fyrirtækinu í bænum.
Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra. Meðalaldur mæðra hækkar- konur eignast sitt fyrsta barn síðar á ævinni en áður. Þessar og fleiri fréttir og jafnframt ítarlegur sportpakki í hádegisfréttum á Bylgjunni á slaginu tólf.