Innlent

Hengdu Palestínu­fána á Hall­gríms­kirkju­turn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
PaleFlagHallgrimsCloseup
No Borders

Baráttusamtökin No Borders hengdu Palestínufána á Hallgrímskirkjuturn í dag. Var þetta gert til að vekja athygli á framferði Ísraelshers á Gasa og krefja stjórnvöld um aðgerðir í tengslum við Palestínumenn. 

No Borders birti myndir af fánunum á samfélagsmiðla. Yfirlýsing félagsins fygldi en í henni eru lagðar fram þrjár kröfur í garð íslenskra stjórnvalda vegna framferði Ísraels gagnvart Palestínumönnum. 

Þess er krafist að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að viðskiptabann verði sett á landið og Ísland styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum. Þá er þess krafist að brottvísanir Palestínumanna verði ekki fleiri.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan. 

No Borders
No Borders




Fleiri fréttir

Sjá meira


×