Körfubolti

Stigadrottningin sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Caitlin Clark gefur mikið af frábærum sendingum eins og liðsfélagar hennar í Indiana Fever þekkja orðið vel.
Caitlin Clark gefur mikið af frábærum sendingum eins og liðsfélagar hennar í Indiana Fever þekkja orðið vel. Getty/Cooper Neill

Caitlin Clark er stigahæsti leikmaður bandaríska háskólaboltans frá upphafi hvort sem þú horfir til karla eða kvenna. Hún kann aftur á móti líka að gefa boltann.

Clark hefur sett hvert metið á fætur öðru í WNBA deildinni, bæði með frammistöðu sinni inn á vellinum en einnig með gríðarlegum auknum áhuga á leikjum þar sem hún spilar. Met í sjónvarpsáhorfi, aðsókn og miðaverði má skrifa á stjörnumátt hennar.

Clark er aftur á móti fyrir löngu búin að sýna það að sanna að hún er ekki aðeins góð í því að skila stigum upp á töfluna. Hún matar liðfélaga sína líka af hverri gullsendingunni á fætur annarri.

Í nótt tók stigadrottningin sig til og sló stoðsendingametið í einum leik í WNBA.

Clark gaf þá nítján stoðsendingar í einum og sama leiknum þegar lið hennar Indiana Fever mætti Dallas Wings.

Gamla metið var orðið fjögurra ára gamalt og var í eigu Courtney Vandersloot sem gaf 18 stoðsendingar í leik með Chicago Sky árið 2020.

Clark var einnig sjálf með 24 stig í þessum leik sem var aðeins hennar 25. í deildinni.

„Hún segir örugglega sjálf að þetta þýði ekki neitt en mér finnst þetta mjög svalt,“ sagði liðsfélagi hennar Aaliyah Boston.

Clark er efst í stoðsendingum í deildinni en á dögunum var hún fyrsti nýliðinn til að ná þrennu í einum leik. Það lítur líka út fyrir að fá met nýliða muni standi ennþá eftir þetta fyrsta tímabil hennar í WNBA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×