„Það er frábært bíóveður“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2024 12:23 Barna- og unglingadaksráin á hátíðinni er veglegri en undanfarin ár. Aðsend Stofnandi heimildarmyndahátíðarinnar IceDocs sem fer fram um helgina segir ekkert annað að gera við veðurfarinu en að drífa sig á Akranes og ylja sér inn í Bíóhöllinni. Þetta er í sjötta sinn sem að hátíðin fer fram og dagskráin vegleg. IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“ Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
IceDocs hófst með pompi og prakt í gær á Akranesi en Ingibjörg Halldórsdóttir, ein stofnenda hátíðarinnar, segir viðburðin aldrei hafa verið stærri og að fjöldi erlendra listamanna sæki eftir því að fá mynd sína sýnda á ári hverju. „Við sýnum sem sagt svona skapandi heimildamyndir sem er svona listform sem er ekkert rosalega þekkt en þetta eru heimildamyndir sem eru eins og bíómyndir þegar maður er að horfa á þær. Þannig þær geta verið spennumyndir og geta verið gamanmyndir og allt þar á milli.“ Skoðuðu 600 myndir Þriggja manna teymi IceDocs fór yfir um 600 heimildarmyndir alls staðar að úr heiminum og völdu úr því fyrir hátíðina. Ingibjörg segir mikilvægt að velja þær myndir sem eru sem ferskastar og áhugaverðastar en einnig reyna þau að sérsníða dagskránna þannig að Íslendingar fái sem mest úr henni. „Við erum orðin tiltölulega þekkt innan þessa heims, sem hátíð sem er gaman að heimsækja, þannig við fáum talsvert af erlendum gestum og í ár eru allar keppnismyndirnar okkar með gest með sem eru þá með spurt og svarað um sýningu.“ Ekki annað hægt en að drífa sig Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram en að sögn Ingibjargar leggja þau sérstaka áherslu á barna- og unglingadagskrá í ár sem sé vegleg. Í gær hófst ókeypis námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára en að því loknu eru heimildarmyndir barnanna frumsýndar í Bíóhöllinni. „Í rauninni ljúkum við alltaf kvöldinu með léttum og skemmtilegum viðburðum, eins og í kvöld verður BarSvar með Níels Girerd og svo eru einhverjir ljúfir tónar og skemmtilegheit.“ Ingibjörg segist fagna veðrinu sem henti vel fyrir heimildarmyndahátíð. „Það er frábært bíóveður við skulum bara kalla þetta bíóveður er það ekki? Það er ekkert annað hægt en að drífa sig á Skagann og koma í bíó.“
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein