Hræsni Diljár María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp skrifar 18. júlí 2024 12:04 Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun