Lífið

Bob Newhart látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bob Newhart árið 2003
Bob Newhart árið 2003 AP

Grínistinn og leikarinn Bob Newhart er látinn, 94 ára að aldri.

Bob Newhart fæddist 1929 í Oak Park í Illinois. Móðir hans var af írskum uppruna og faðir hans af þýskum og írskum uppruna. Hann útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Loyola háskólanum í Chicago árið 1952, og fór svo í herinn þar sem hann starfaði í tvö ár. Síðan starfaði bókhaldari sem bókhaldari í nokkur ár áður en hann gerðist grínisti.

Goðsögn grínsins

Óhætt er að segja að Newhart sé goðsögn í grínheimum. Hann sló í gegn á áttunda og níunda áratugunum með sjónvarpsþáttaröðunum „The Bob Newhart Show“ og „Newhart.“

Áður en hann varð sjónvarpsstjarna hafði hann slegið í gegn með uppistöndum sem gefin voru út á hljómplötum. Bob fékk Grammy verðlaun í flokki grínplatna fyrir plötuna „the Button-Down Mind of Bob Newhart“ árið 1960.

Líklegast er að yngri kynslóðir þekki Newhart helst úr jólakvikmyndinni „Elf“ þar sem hann lék föður álfsins. Newhart kom einnig við í feykivinsælu þáttaröðinni „The big bang theory“, þar sem hann fékk grammy-verðlaun fyrir aukahlutverk.

Hér er Bob Newhart í myndinni Elf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×