Sport

Send heim af Ólympíu­leikunum fyrir að reykja

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óvíst er hvort Shoko Miyata fái að keppa á Ólympíuleikunum í París.
Óvíst er hvort Shoko Miyata fái að keppa á Ólympíuleikunum í París. getty/Kiyoshi Ota

Fyrirliði japanska fimleikalandsliðsins keppir væntanlega ekki á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð. Hún var nefnilega gripinn við að reykja.

Japanskir fjölmiðlar greina frá því að Shoko Miyata hafi verið send heim frá Frakklandi fyrir að reykja.

Það er brot á reglum japanska fimleikasambandsins sem mun nú rannsaka mál Miyatas. Óvíst er hvort hún fái að keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast 26. júlí.

Miayta verður yfirheyrð af japanska fimleikasambandinu og félagsliði sínu þegar hún kemur aftur til Japans.

Langt er síðan Japanir unnu til verðlauna í liðakeppni í fimleikum á Ólympíuleikum. Það gerðist síðast á heimavelli 1964.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×