Japan

Fréttamynd

Látin 116 ára að aldri

Tomi­ko Itooka er látin 116 ára að aldri en hún var talin elsta manneskja heims af Guinnes World Records áður en hún lést. 

Erlent
Fréttamynd

„Svarta ekkjan“ fannst látin

Eldri kona sem var dæmd til dauða í Japan fyrir áratug fyrir að hafa banað elskhugum sínum með blásýru fannst látin í fangelsisklefa sínum í gær. Hún var 78 ára og hafði hlotið viðurnefnið „svarta ekkjan“.

Erlent
Fréttamynd

Ræða sam­runa Honda og Nissan

Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Eftir­lif­endur fá friðar­verð­laun

Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna.

Skoðun
Fréttamynd

Japanska ríkis­stjórnin missti meiri­hluta sinn

Samsteypustjórn Shigeru Ishiba, forsætisráðherra Japans, missti meirihluta sinn í þingkosningum sem fóru fram um helgina. Úrslitin eru sögð skapa óvissu í japönskum stjórnmálum þrátt fyrir að ólíklegt sé talið að stjórnarskipti verði.

Erlent
Fréttamynd

Verðugir verðlaunahafar

Í liðinni viku var tilkynnt að friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2024 færu til Nioh Hidankyo, samtaka eftirlifenda kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Samtök þessi voru stofnuð árið 1956 í tvíþættum tilgangi.

Skoðun
Fréttamynd

Eftir­lif­endur kjarn­orku­sprengjanna hlutu friðar­verð­laun Nóbels

Japönsku samtökin Nihon Hidankyo sem voru stofnuð af eftirlifendum kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár. Verðlaunin fá þau fyrir baráttu sína fyrir kjarnorkuvopnalausum heimi og fyrir að sýna með eigin vitnisburði hvers vegna aldrei megi beita kjarnavopnum aftur.

Erlent
Fréttamynd

Wat­son skal á­fram sæta gæslu­varð­haldi

Dómstóll í Nuuk í Grænlandi hefur úrskurðað að kanadíski hvalveiðiandstæðingurinn Paul Watson skuli sæta gæsluvarðhaldi í þrjár vikur til viðbótar, eða til 23. október næstkomandi. 

Erlent
Fréttamynd

Mun boða til kosninga um leið og hann tekur við

Shigeru Ishiba, leiðtogi japanska stjórnarflokksins Frjálslynda lýðræðisflokksins, segir að hann muni boða til þingkosninga í landinu þann 27. október um leið og hann tekur formlega við embætti forsætisráðherra á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Is­hiba verður næsti for­sætis­ráð­herra Japans

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan hefur valið Shigeru Ishiba, fyrrverandi varnarmálaráðherra, sem næsta formann flokksins. Hann verður því næsti forsætisráðherra landsins og mun hann taka við af Fumio Kishida sem tilkynnti í síðasta mánuði að hann hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri og láta af embætti.

Erlent
Fréttamynd

For­sætis­ráð­herra Japan sækist ekki eftir endur­kjöri

Forsætisráðherra Japans Fumio Kishida ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Frjálslynd demókrataflokksins en kosið verður í embættið á næsta landsfundi í september. Það er því ljóst að hann mun einnig hætta sem forsætisráðherra Japans en Kishida, sem er 67 ára gamall, hefur gegnt embættinu frá árinu 2021.

Erlent
Fréttamynd

Hluta­bréfin ruku aftur upp degi eftir hrun

Nikkei-hlutabréfavísitalan japanska skaust upp um rúm tíu stig í dag, aðeins sólarhring eftir mesta hrun hennar í hátt í fjóra áratugi sem skók vestræna hlutabréfamarkaði. Aðrir asískir markaðir tóku einnig við sér eftir minni lækkun.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hvalavinurinn stendur frammi fyrir allt að fimm­tán ára fangelsis­vist

Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson stendur frammi fyrir allt að fimmtán ára fangelsisvist í Japan. Hann var handtekinn við höfnina í Nuuk fyrr í mánuðinum en hann hefur vakið athygli hér á landi fyrir að hafa meðal annars sökkt tveimur hvalveiðibátum Hvals hf. á níunda áratugnum.

Erlent
Fréttamynd

Suzuki mun flytja inn í höll Björg­ólfs

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Lífið
Fréttamynd

Segir alla munu heita Sato árið 2531 að ó­breyttu

Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531.

Erlent