Hamilton hrósar Schumacher fyrir að koma út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 14:31 Lewis Hamilton keppir í ungverska kappakstrinum um helgina. getty/Alessio Morgese Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hrósaði Ralf Schumacher fyrir að koma út úr skápnum. Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti