Óeirðir brutust út í Leeds þegar flytja átti börn í fóstur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. júlí 2024 10:35 Óeirðirnar stóðu yfir inn í nóttina og ummerkin blöstu við í morgunsárið. AP/Katie Dickinson Óeirðir brutust út í Harehills í Leeds á Englandi í gær eftir að yfirvöld komu og sóttu börn sem flytja átti í fóstur. Lögreglubifreið var meðal annars velt á hliðina og kveikt í strætisvagni. Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma. Fjölmenning Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Íbúum í nágrenninu var sagt að halda sig heima. Samkvæmt lögreglu barst tilkynning um yfirstandandi atvik um klukkan 17 í gær, þar sem starfsmenn á vegum yfirvalda og börn komu við sögu. Fólk dreif að og var starfsfólkinu og börnunum komið í skjól. Ef marka má frásagnir á samfélagsmiðlum var verið að sækja nokkur börn og flytja af heimili þeirra eftir að enn annað barn var flutt á sjúkrahús með höfuðáverka. Um er að ræða Rómafólk og hafa yfirvöld verið sökuð um rasisma í tengslum við afgreiðslu málsins. Fleiri lögreglumenn voru sendir á vettvang en vitni lýsa því hvernig ráðist var á bifreiðar sem voru aðeins að reyna að komast framhjá mannfjöldanum. Ökumaður strætisvagnsins var meðal þeirra sem áttu leið hjá en hann sá sér ekki annað fært en að yfirgefa vagninn eftir að kastað var í hann. BREAKING: ROMANIAN COMMUNITY VS THE POLICE MAJOR RIOTS IN HAREHILLS, LEEDSSocial services removed 5 children from parents after a 7 month old baby was taken to hospital with a head injury.They attacked the Police and are setting things on fire.#Harehills, #Leeds #UK #Riots pic.twitter.com/pYp12oMdWL— Sulaiman Ahmed (@ShaykhSulaiman) July 18, 2024 Kveikt var í strætisvagninum þegar hiti færðist í leikinn og náðu logarnir yfir húsþökin í nágrenninu. Þykkan svartan reyk lagði frá svæðinu og sást hann í margra kílómetra fjarlægð. Eldur logaði í rútunni í nokkrar klukkustundir en íbúar reyndu að slökkva hann með vatni úr húsum sínum. Samkvæmt Guardian hefur myndskeiðum verið deilt þar sem fólk kastar hlutum í lögreglubifreiðina áður en henni var velt á hliðina. Þá loguðu eldar úti á götu og varð þeim haldið við með lauslegum hlutum í nágrenninu. Innanríkisráðherrann Yvette Cooper hefur fordæmt uppákomuna en sitt sýnist hverjum á samfélagsmiðlum. Hefur lögreglan meðal annars verið fordæmd fyrir að halda sig fjarri eftir að óeirðirnar brutust út og þá hafa yfirvöld og lögregla, eins og fyrr segir, verið sökuð um rasisma.
Fjölmenning Bretland England Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira