Iceguys snúa aftur í sturluðu tónlistarmyndbandi Boði Logason skrifar 19. júlí 2024 14:03 Það er allt lagt í sölurnar í nýju tónlistarmyndbandi Iceguys sem frumsýnt er á Vísi í dag. Vísir Iceguys frumsýna í dag á Vísi sitt nýjasta tónlistarmynd við lagið Gemmér Gemmér. Einn af leikstjórunum segir að strákarnir séu afskaplega hæfileikaríkir og ekkert hafi verið til sparað þegar kom að framleiðslunni á myndbandinu. Hljómsveitina Iceguys þarf vart að kynna fyrir landsmönnum eftir að þeir komu fram á sjónarsviðið fyrir ári síðan. Þá gáfu þeir út myndbandið við lagið Krumla og er óhætt að segja að velgengni þeirra síðan þá hafi engan enda tekið. Þeir gáfu út sjónvarpsþætti síðasta haust, sem nutu mikilla vinsælda, og svo voru haldnir risatónleikar í Kaplakrika fyrir jólin. Nú er nýtt lag komið út frá drengjunum, lagið Gemmér Gemmér eftir Ásgeir Orra Ásgeirsson og Iceguys. Orkumiklir drengir Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Atlavíkur, segir að það séu forrréttindi að vinna með drengjunum fimm. Hannes Þór Halldórsson er einn af þremur leikstjórum myndbandsins.Hlynur Hólm „Það er alltaf jafn skemmtilegt að vinna með þeim, það er mikil orka í þessum hópi og þeir eru fáránlega hæfileikaríkir. Þeir eru skemmtikraftar, hvort sem það er í söng eða leik,“ segir hann í samtali við Vísi. Myndbandið við Gemmér Gemmér var tekið upp í byrjun mánaðar og er annað tónlistarmyndbandið sem hljómsveitin gefur út. Gemmér Gemmér syngja strákarnir í sínu nýjasta lagi sem kom út í dag.Hlynur Hólm „Það er svolítill munur á þessum tveimur myndböndum. Krumla var það fyrsta sem sást frá þessu Iceguys verkefni en núna erum við komnir með konsept og erum að fylgja þessu eftir og stækka þetta svolítið. Þetta er miklu stærra um sig og nú erum við með mikið af aukaleikurum,“ segir hann. Nemendur úr Verzlunarskóla Íslands voru á tökustað í tvo daga og stóðu sig afar vel að sögn Hannesar. Það stendur ekki á svörum þegar blaðamaður spyr Hannes hver sé besti dansarinn af strákunum í hljómsveitinni? „Það er bara einn sem hefur unnið alþjóðlega danskeppni,“ segir hann og vísar til sigurs Rúriks í þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. „Þeir eru samt allir orðnir eins og atvinnudansarar,“ segir hann. Leikstjórarnir þrír, Allan, Hannes Þór og Hannes Þór ásamt drengjunum í Iceguys. Tökur fóru fram í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti.Stella Rósenkranz Önnur þáttaröð væntanleg í haust Til stendur að gefa út aðra þáttaröð af Iceguys í nóvember. „Við förum í tökur í ágúst og það er mikil stemming fyrir því. Þetta tónlistarmyndband er fyrsta skrefið í þáttaröð tvö; að kalla hópinn saman og hafa smá reunion eftir svolítinn tíma. Núna snýst þetta um tónlistarmyndbandið og vonandi fær það góð viðbrögð,“ segir hann. Myndbandinu er leikstýrt af eigendum Atlavíkur, þeim Allani Sigurðssyni, Hannesi Þór Arasyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Baltasar Breki sá um myndatöku og Stella Rósenkranz sá um að semja dansana. Búningar voru í höndum Sylvíu Lovetank. Stefán Finnbogason sá um leikmynd. Sigurður Pétur Jóhannsson og Hannes Þór Halldórsson sáu um að klippa myndbandið. Friðrik Dór, Jón Jónsson, Aron Can, Rúrik Gíslason og Herra Hnetusmjör skipa hljómsveitina Iceguys sem hefur farið sigurför um landið síðasta árið.Iceguys Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Iceguys dansandi í handjárnum Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 10. júlí 2024 10:54 Mömmu þykir ekki vænna um Friðrik Dór en Jón Ragnar Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr. 15. febrúar 2024 07:00 Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 Konan á bak við Iceguys dansana Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. 21. desember 2023 12:01 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitina Iceguys þarf vart að kynna fyrir landsmönnum eftir að þeir komu fram á sjónarsviðið fyrir ári síðan. Þá gáfu þeir út myndbandið við lagið Krumla og er óhætt að segja að velgengni þeirra síðan þá hafi engan enda tekið. Þeir gáfu út sjónvarpsþætti síðasta haust, sem nutu mikilla vinsælda, og svo voru haldnir risatónleikar í Kaplakrika fyrir jólin. Nú er nýtt lag komið út frá drengjunum, lagið Gemmér Gemmér eftir Ásgeir Orra Ásgeirsson og Iceguys. Orkumiklir drengir Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri og einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Atlavíkur, segir að það séu forrréttindi að vinna með drengjunum fimm. Hannes Þór Halldórsson er einn af þremur leikstjórum myndbandsins.Hlynur Hólm „Það er alltaf jafn skemmtilegt að vinna með þeim, það er mikil orka í þessum hópi og þeir eru fáránlega hæfileikaríkir. Þeir eru skemmtikraftar, hvort sem það er í söng eða leik,“ segir hann í samtali við Vísi. Myndbandið við Gemmér Gemmér var tekið upp í byrjun mánaðar og er annað tónlistarmyndbandið sem hljómsveitin gefur út. Gemmér Gemmér syngja strákarnir í sínu nýjasta lagi sem kom út í dag.Hlynur Hólm „Það er svolítill munur á þessum tveimur myndböndum. Krumla var það fyrsta sem sást frá þessu Iceguys verkefni en núna erum við komnir með konsept og erum að fylgja þessu eftir og stækka þetta svolítið. Þetta er miklu stærra um sig og nú erum við með mikið af aukaleikurum,“ segir hann. Nemendur úr Verzlunarskóla Íslands voru á tökustað í tvo daga og stóðu sig afar vel að sögn Hannesar. Það stendur ekki á svörum þegar blaðamaður spyr Hannes hver sé besti dansarinn af strákunum í hljómsveitinni? „Það er bara einn sem hefur unnið alþjóðlega danskeppni,“ segir hann og vísar til sigurs Rúriks í þýska sjónvarpsþættinum Let's dance. „Þeir eru samt allir orðnir eins og atvinnudansarar,“ segir hann. Leikstjórarnir þrír, Allan, Hannes Þór og Hannes Þór ásamt drengjunum í Iceguys. Tökur fóru fram í gamla Landsbankahúsinu við Austurstræti.Stella Rósenkranz Önnur þáttaröð væntanleg í haust Til stendur að gefa út aðra þáttaröð af Iceguys í nóvember. „Við förum í tökur í ágúst og það er mikil stemming fyrir því. Þetta tónlistarmyndband er fyrsta skrefið í þáttaröð tvö; að kalla hópinn saman og hafa smá reunion eftir svolítinn tíma. Núna snýst þetta um tónlistarmyndbandið og vonandi fær það góð viðbrögð,“ segir hann. Myndbandinu er leikstýrt af eigendum Atlavíkur, þeim Allani Sigurðssyni, Hannesi Þór Arasyni og Hannesi Þór Halldórssyni. Baltasar Breki sá um myndatöku og Stella Rósenkranz sá um að semja dansana. Búningar voru í höndum Sylvíu Lovetank. Stefán Finnbogason sá um leikmynd. Sigurður Pétur Jóhannsson og Hannes Þór Halldórsson sáu um að klippa myndbandið. Friðrik Dór, Jón Jónsson, Aron Can, Rúrik Gíslason og Herra Hnetusmjör skipa hljómsveitina Iceguys sem hefur farið sigurför um landið síðasta árið.Iceguys
Tónlist Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Iceguys dansandi í handjárnum Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 10. júlí 2024 10:54 Mömmu þykir ekki vænna um Friðrik Dór en Jón Ragnar Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr. 15. febrúar 2024 07:00 Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16 Konan á bak við Iceguys dansana Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. 21. desember 2023 12:01 Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Iceguys dansandi í handjárnum Það er mikið um að vera hjá strákasveitinni Iceguys ef marka má Instagram hjá meðlimunum síðastliðna daga. Þar hafa þeir meðal annars gefið til kynna að von sé á nýju efni úr smiðju strákanna 19. júlí næstkomandi. 10. júlí 2024 10:54
Mömmu þykir ekki vænna um Friðrik Dór en Jón Ragnar Friðrik Dór Jónsson, einn afkastamesti tónlistarmaður landsins, var að gefa út plötuna Mæður sem er sjálfstætt framhald af Dætur. Friðrik Dór segist vera persónulegri á nýju plötunni en nokkru sinni fyrr. 15. febrúar 2024 07:00
Frumsýning á Vísi: Sjóðandi heitt tónlistarmyndband frá IceGuys Nýjasta strákasveit Íslands, IceGuys, frumsýna í dag á Vísi sitt fyrsta tónlistarmyndband. Sveitina skipa þeir Aron Can, Friðrik Dór, Herra Hnetusmjör, Jón Jónsson og Rúrik Gíslason. 20. júlí 2023 13:16
Konan á bak við Iceguys dansana Dansarinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz hefur komið víða að í skemmtanabransanum og unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks. Hún er kóreógrafer hjá strákasveitinni Iceguys og manneskjan á bak við vinsælu danssporin í laginu Krumla. 21. desember 2023 12:01