Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 13:51 Fjarskiptastofa brýnir fyrir þeim sem reka mikilvæga innviði að tilkynna öll atvik sem tengjast tölvuvandræðum dagsins. Vísir/Vilhelm Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds. Tækni Netöryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds.
Tækni Netöryggi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira