Uppgjörið: Stjarnan-Fylkir 2-0 | Stjarnan með fyrsta sigurinn í mánuð Ólafur Þór Jónsson skrifar 21. júlí 2024 18:31 KR - Fylkir Besta Deild Karla Sumar 2024 Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. Fylkir aftur á móti fékk góða pásu á milli leikja en unnu frábæran 3-0 sigur í síðustu umferð og þurftu á sigri að halda til að komast úr botnsætinu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en það voru þó heimamenn sem stýrðu leiknum algjörlega. Liðið skapaði sér góð færi og var mun meira með boltann. Aftur á móti sýndu Fylkismenn það í skyndisóknum sínum að liðið var til alls líklegt. Mörkin létu hinsvegar á sér standa og fóru liðin með 0-0 stöðu í hálfleikinn. Emil breytir leiknum Þegar ekkert leit út fyrir að mark kæmi í leikinn voru það einstaklingsgæði Stjörnunnar sem skiluðu marki á 79. mínútu. Frábær hornspyrna Hilmars Árna small beint á kollinum á Emil Atlasyni sem náði firnaföstum skalla á markið. Boltinn small í slána og inn. Helgi Fróði Ingason bætti svo við öðru marki fyrir Stjörnuna á 84. mínútu. Þar tapaði Fylkir boltanum á sínum vallarhelmingi í fæturnar á Örvari Eggertssyni sem átti góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis. Þar var Helgi Fróði kominn einn inn fyrir og tók boltann snilldarlega með sér og kláraði færið vel framhjá Ólafi Kristófer í markinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Stjörnunnar og var hann sanngjarn. Stjörnumenn stýrðu algjörlega leiknum, voru mjög þéttir fyrir varnarlega og héldu boltanum vel innan síns liðs. Fylkismenn mega hinsvegar eiga það að þeir voru mjög þéttir og gáfu mjög fá færi á sér fram að markinu. Leikplanið þeirra gekk þokkalega upp framan af, fyrir utan að ná ekki að lauma inn marki. Stjarnan stekkur uppí sjötta sæti deildarinnar og kemst aftur á sigurbraut eftir mánaðar eyðimerkurgöngu. Fylkir situr enn á botni deildarinnar en það eru klár batamerki á liðinu, nú er bara spurning hvort liðið nái að snúa frammistöðum í úrslit. Atvik leiksins Á 67. mínútu leiksins gerir Jökull þjálfari Stjörnunnar skiptingu. Inn í liðið koma þeir Emil Atlason og Örvar Eggertsson sem gjörsamlega breyta gangi leiksins. Emil skorar fyrsta markið þegar fátt leit út fyrir að það kæmi mark í leikinn. Örvar leggur síðan upp seinna markið snilldarlega. Báðir væntanlega fengið hvíld vegna Evrópuleikjanna en þurftu að spila lokin á leiknum og gjörsamlega bjarga sínu liði. Stjörnur og skúrkar Emil og Örvar breyta leiknum og voru frábærir í þessar 23 mínútur sem þeir léku. Maður leiksins var hinsvegar Helgi Fróði Ingason sem sýndi oft frábæra takta í dag og skoraði svo seinna mark Stjörnunnar. Adolf Daði Birgisson fékk tækifæri í sóknarlínu Stjörnunnar eftir að hafa þurft að verma tréverkið ansi mikið uppá síðkastið. Því miður fyrir þennan öfluga leikmann náði hann ekki að nýta tækifærið. Fór lítið fyrir honum og var lítil ógn fyrir vörn Fylkis. Í raun á þetta við um alla sóknarlínu Stjörnunnar framan af í dag eða allt þar til Emil og Örvar komu inn á. Hjá Fylki var Guðmundur Tyrfingsson gríðarlega hættulegur á vinstri kantinum. Hann fór ítrekað illa með Heiðar Ægisson í fyrri hálfleik og var handfylli fyrir vörn heimamanna. Miðverðir Fylkis höfðu átt frábæran leik fram að marki Stjörnunnar og þurfti klár einstaklingsgæði til að brjóta þá niður. Dómarinn Gunnar Oddur átti slappan leik heilt yfir. Lítið af stórum ákvörðunum þannig það verður ekki mikið upp á hann klagað. Aftur á móti var hann ansi spjaldaglaður á það gula. Lítil lína í þeim ákvörðunum. Þar að auki flautaði Gunnar alltof mikið og var oft fljótur á sér þegar hann hefði getað beytt hagnaðarreglunni. Alltof fyrirferðar mikill og dró úr taktinum. 5/10. Stemningin og umgjörð Það hefur oft verið betur mætt á Samsung völlinn en í kvöld. Fámennt en góðmennt. Stemningin var þrátt fyrir það fín, heyrðist vel í gestunum og Silfurskeiðinni. Umgjörð Stjörnunnar er alltaf til mikillar fyrirmyndar og allt til taks. Viðtöl Rúnar Páll: „Þurfum tíu færi til að skora eitt mark“ Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari FylkisVísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson mætti á sinn gamla heimavöll, Samsung völlinn með núverandi lið sitt Fylki. Hann sótti ekki sigurinn í dag og gekk burt með 2-0 tap á bakinum. „Bara leiðinlegt eins og alltaf þegar maður tapar. Þetta er erfiður útivöllur. Mér fannst við bara drullu góðir og fáum mjög hættuleg færi. Mun fleiri færi en Stjarnan nokkurn tímann í stöðunni 0-0. Þetta er svolítið sagan okkar í sumar. Þurfum tíu færi til að skora eitt mark.“ - Sagði Rúnar stuttu eftir leik og bætti við: „Erum að verjast vel, fáum ekki mikið af mörkum á okkur. Það er það sem er svo svekkjandi í þessu. Mér fannst við gera vel, þeir skora úr horni og svo smá klaufaskapur þegar við erum að reyna að sækja jöfnunarmarkið. Heilt yfir bara stoltur af drengjunum, þetta var ágætis frammistaða að mörgu leyti.“ Varnarleikur Fylkis leit vel út framan af leik í dag og gekk Stjörnunni illa að brjóta aftur varnarmúr gestanna. Allt þar til stíflan brast á 79. mínútu. Rúnar sagði varnarleikinn líta nokkuð vel út. „Það er fínt. Þetta er þolinmæðisverk að spila svona vörn. Fannst við gera það vel allan leikinn en svo kemur þetta mark úr horni. Gerum smá hrókeringar í dekkningu í horninu þegar við skiptum mönnum út af en menn eiga náttúrulega bara að klára þessi svæði. Við höldum bara áfram. Það er bara næsti leikur, Fram á okkar heimavelli. Það er okkar vígi.“ Fylkir situr á botni Bestu deildarinnar eftir 15 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti. Rúnar gaf lítið út um þá stöðu. „Þetta er bara þolinmæði. Það er bara einn leikur í einu og svo spyrjum við að leikslokum í lok október. Megum ekki vera að horfa of mikið í töfluna núna. Þetta er allt í einum hnapp, þó við séum neðstir í töflunni akkurat núna þá skiptir það bara engu máli. Við eigum eftir að mæta þessum liðum í kringum okkur og það er það sem skiptir máli. Þurfum að hafa trú á verkefninu.“ sagði Rúnar að lokum. Emil: „Það er gaman að skora“ Emil Atlason hefur verið á skotskónum í sumarVísir/Anton Brink Emil Atlason var á skotskónum í kvöld en Vísir ræddi við hann stuttu eftir leik. „Við vorum þolinmóðir og náum að nýta færin í lokin. Ánægður að ná í sigurinn.“ Aðspurður um frammistöðuna bætti hann við: „Hún var þokkaleg. Þeir lágu til baka og beittu skyndisóknum. Vorum bara þolinmóðir og náðum að stela þessu í lokin.“ Emil byrjaði leikinn í dag á bekknum og staðfesti Jökull fyrir leik að ástæðan væri einfaldlega sú að hann væri hvíldur eftir mikið álag. Var Emil því staðráðinn að breyta leiknum þegar hann fékk loks að koma inn á? „Klárlega. Ég reyni alltaf að leggja mig allan fram í verkefnið þegar ég kem inná og það skilaði í dag.“ sagði Emil og bætti við um það hversu mikilvægt væri að ná í þennan sigur í miðju Evrópuverkefni. „Mjög sterkt, gott að fá sigur inní næstu leiki og Evrópuleikinn. Það gefur okkur auka orku.“ Emil hefur verið að skora fleiri mörk í síðustu leikjum en í upphafi leiktíðar. Aðspurður um hvort hann sé farinn að horfa til þess að ná markahæstu mönnum deildarinnar sagðist hann ekki gera það. „Ég hef aldrei horft þangað. Það er bara gaman að skora. Náði að skora eitt í dag og það var bara frábært að geta hjálpað liðinu.“ - Sagði Emil að lokum. Besta deild karla Stjarnan Fylkir
Stjarnan tók á móti Fylki í 15. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Stjarnan sem sat fyrir leikinn í 8. sæti deildarinnar stóð í ströngu í vikunni er liðið lék gegn Linfield á Norður-Írlandi. Það var því fróðlegt að sjá hvernig ungt lið heimamanna myndi koma til leiks og díla við leikjaálagið. Fylkir aftur á móti fékk góða pásu á milli leikja en unnu frábæran 3-0 sigur í síðustu umferð og þurftu á sigri að halda til að komast úr botnsætinu. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill en það voru þó heimamenn sem stýrðu leiknum algjörlega. Liðið skapaði sér góð færi og var mun meira með boltann. Aftur á móti sýndu Fylkismenn það í skyndisóknum sínum að liðið var til alls líklegt. Mörkin létu hinsvegar á sér standa og fóru liðin með 0-0 stöðu í hálfleikinn. Emil breytir leiknum Þegar ekkert leit út fyrir að mark kæmi í leikinn voru það einstaklingsgæði Stjörnunnar sem skiluðu marki á 79. mínútu. Frábær hornspyrna Hilmars Árna small beint á kollinum á Emil Atlasyni sem náði firnaföstum skalla á markið. Boltinn small í slána og inn. Helgi Fróði Ingason bætti svo við öðru marki fyrir Stjörnuna á 84. mínútu. Þar tapaði Fylkir boltanum á sínum vallarhelmingi í fæturnar á Örvari Eggertssyni sem átti góða sendingu inn fyrir vörn Fylkis. Þar var Helgi Fróði kominn einn inn fyrir og tók boltann snilldarlega með sér og kláraði færið vel framhjá Ólafi Kristófer í markinu. Niðurstaðan 2-0 sigur Stjörnunnar og var hann sanngjarn. Stjörnumenn stýrðu algjörlega leiknum, voru mjög þéttir fyrir varnarlega og héldu boltanum vel innan síns liðs. Fylkismenn mega hinsvegar eiga það að þeir voru mjög þéttir og gáfu mjög fá færi á sér fram að markinu. Leikplanið þeirra gekk þokkalega upp framan af, fyrir utan að ná ekki að lauma inn marki. Stjarnan stekkur uppí sjötta sæti deildarinnar og kemst aftur á sigurbraut eftir mánaðar eyðimerkurgöngu. Fylkir situr enn á botni deildarinnar en það eru klár batamerki á liðinu, nú er bara spurning hvort liðið nái að snúa frammistöðum í úrslit. Atvik leiksins Á 67. mínútu leiksins gerir Jökull þjálfari Stjörnunnar skiptingu. Inn í liðið koma þeir Emil Atlason og Örvar Eggertsson sem gjörsamlega breyta gangi leiksins. Emil skorar fyrsta markið þegar fátt leit út fyrir að það kæmi mark í leikinn. Örvar leggur síðan upp seinna markið snilldarlega. Báðir væntanlega fengið hvíld vegna Evrópuleikjanna en þurftu að spila lokin á leiknum og gjörsamlega bjarga sínu liði. Stjörnur og skúrkar Emil og Örvar breyta leiknum og voru frábærir í þessar 23 mínútur sem þeir léku. Maður leiksins var hinsvegar Helgi Fróði Ingason sem sýndi oft frábæra takta í dag og skoraði svo seinna mark Stjörnunnar. Adolf Daði Birgisson fékk tækifæri í sóknarlínu Stjörnunnar eftir að hafa þurft að verma tréverkið ansi mikið uppá síðkastið. Því miður fyrir þennan öfluga leikmann náði hann ekki að nýta tækifærið. Fór lítið fyrir honum og var lítil ógn fyrir vörn Fylkis. Í raun á þetta við um alla sóknarlínu Stjörnunnar framan af í dag eða allt þar til Emil og Örvar komu inn á. Hjá Fylki var Guðmundur Tyrfingsson gríðarlega hættulegur á vinstri kantinum. Hann fór ítrekað illa með Heiðar Ægisson í fyrri hálfleik og var handfylli fyrir vörn heimamanna. Miðverðir Fylkis höfðu átt frábæran leik fram að marki Stjörnunnar og þurfti klár einstaklingsgæði til að brjóta þá niður. Dómarinn Gunnar Oddur átti slappan leik heilt yfir. Lítið af stórum ákvörðunum þannig það verður ekki mikið upp á hann klagað. Aftur á móti var hann ansi spjaldaglaður á það gula. Lítil lína í þeim ákvörðunum. Þar að auki flautaði Gunnar alltof mikið og var oft fljótur á sér þegar hann hefði getað beytt hagnaðarreglunni. Alltof fyrirferðar mikill og dró úr taktinum. 5/10. Stemningin og umgjörð Það hefur oft verið betur mætt á Samsung völlinn en í kvöld. Fámennt en góðmennt. Stemningin var þrátt fyrir það fín, heyrðist vel í gestunum og Silfurskeiðinni. Umgjörð Stjörnunnar er alltaf til mikillar fyrirmyndar og allt til taks. Viðtöl Rúnar Páll: „Þurfum tíu færi til að skora eitt mark“ Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari FylkisVísir/Anton Rúnar Páll Sigmundsson mætti á sinn gamla heimavöll, Samsung völlinn með núverandi lið sitt Fylki. Hann sótti ekki sigurinn í dag og gekk burt með 2-0 tap á bakinum. „Bara leiðinlegt eins og alltaf þegar maður tapar. Þetta er erfiður útivöllur. Mér fannst við bara drullu góðir og fáum mjög hættuleg færi. Mun fleiri færi en Stjarnan nokkurn tímann í stöðunni 0-0. Þetta er svolítið sagan okkar í sumar. Þurfum tíu færi til að skora eitt mark.“ - Sagði Rúnar stuttu eftir leik og bætti við: „Erum að verjast vel, fáum ekki mikið af mörkum á okkur. Það er það sem er svo svekkjandi í þessu. Mér fannst við gera vel, þeir skora úr horni og svo smá klaufaskapur þegar við erum að reyna að sækja jöfnunarmarkið. Heilt yfir bara stoltur af drengjunum, þetta var ágætis frammistaða að mörgu leyti.“ Varnarleikur Fylkis leit vel út framan af leik í dag og gekk Stjörnunni illa að brjóta aftur varnarmúr gestanna. Allt þar til stíflan brast á 79. mínútu. Rúnar sagði varnarleikinn líta nokkuð vel út. „Það er fínt. Þetta er þolinmæðisverk að spila svona vörn. Fannst við gera það vel allan leikinn en svo kemur þetta mark úr horni. Gerum smá hrókeringar í dekkningu í horninu þegar við skiptum mönnum út af en menn eiga náttúrulega bara að klára þessi svæði. Við höldum bara áfram. Það er bara næsti leikur, Fram á okkar heimavelli. Það er okkar vígi.“ Fylkir situr á botni Bestu deildarinnar eftir 15 leiki, tveimur stigum frá öruggu sæti. Rúnar gaf lítið út um þá stöðu. „Þetta er bara þolinmæði. Það er bara einn leikur í einu og svo spyrjum við að leikslokum í lok október. Megum ekki vera að horfa of mikið í töfluna núna. Þetta er allt í einum hnapp, þó við séum neðstir í töflunni akkurat núna þá skiptir það bara engu máli. Við eigum eftir að mæta þessum liðum í kringum okkur og það er það sem skiptir máli. Þurfum að hafa trú á verkefninu.“ sagði Rúnar að lokum. Emil: „Það er gaman að skora“ Emil Atlason hefur verið á skotskónum í sumarVísir/Anton Brink Emil Atlason var á skotskónum í kvöld en Vísir ræddi við hann stuttu eftir leik. „Við vorum þolinmóðir og náum að nýta færin í lokin. Ánægður að ná í sigurinn.“ Aðspurður um frammistöðuna bætti hann við: „Hún var þokkaleg. Þeir lágu til baka og beittu skyndisóknum. Vorum bara þolinmóðir og náðum að stela þessu í lokin.“ Emil byrjaði leikinn í dag á bekknum og staðfesti Jökull fyrir leik að ástæðan væri einfaldlega sú að hann væri hvíldur eftir mikið álag. Var Emil því staðráðinn að breyta leiknum þegar hann fékk loks að koma inn á? „Klárlega. Ég reyni alltaf að leggja mig allan fram í verkefnið þegar ég kem inná og það skilaði í dag.“ sagði Emil og bætti við um það hversu mikilvægt væri að ná í þennan sigur í miðju Evrópuverkefni. „Mjög sterkt, gott að fá sigur inní næstu leiki og Evrópuleikinn. Það gefur okkur auka orku.“ Emil hefur verið að skora fleiri mörk í síðustu leikjum en í upphafi leiktíðar. Aðspurður um hvort hann sé farinn að horfa til þess að ná markahæstu mönnum deildarinnar sagðist hann ekki gera það. „Ég hef aldrei horft þangað. Það er bara gaman að skora. Náði að skora eitt í dag og það var bara frábært að geta hjálpað liðinu.“ - Sagði Emil að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti