Horfir nýjum augum á frambjóðendur eftir eigið framboð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 15:29 Baldur Þórhallsson gerði forsetakosningarnar vestanhafs að umtalsefni sínu. Vísir/Vilhelm Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að framboð sitt til forseta hafi breytt sýn hans á alla frambjóðendur. Hann telji sig skilja betur það sem þeir gangi í gegnum. Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum. Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Baldur veltir fyrir sér komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust í færslu sem hann birti á stuðningsmannasíðu sinni á Facebook. Hann segir allt benda til þess að Biden dragi framboð sitt til baka. Pólitískir leikir Nancy Pelosi og Barack Obama séu sterkar vísbendingar um það. „Pelosi hefur opinberlega snúið við blaðinu frá því að vera einn af helstu stuðningsmönnum forsetans í að hafa efasemdir um framboð hans. Obama er ekki náinn Biden eins og Pelosi og þarf því að stíga varlegar til jarðar í opinberri umræðu til að Biden forherðist ekki í viðleitni sinni að halda framboðinu til streitu. Hvorki Pelosi né Obama gera athugasemdir við að áhrifafólk innan flokksins vísi í einkasamtöl við þau um efasemir þeirra um áframhaldandi framboð forsetans,“ skrifar Baldur. Erfitt að tala Biden til Baldur segir að leiða megi að því líkum að sterkara væri fyrir demókrata að Biden víki líka úr forsetaembættinu sjálfu og Kamala Harris varaforseti tæki þá við bæði sem forseti og frambjóðandi. Kamala hefði þá alla þræði í hendi sér til þess að vinna Trump. Þó segir Baldur að það verði að teljast ólíklegt að Biden fáist til að segja af sér, en að það væri leikur sem gæti leitt demókrata til sigurs. „En skjótt skipast veður í lofti í pólitíkinni. Trump var hársbreidd frá því að verða banað, agaleg frammistaða Bidens í einum kappræðum er að ganga frá framboði hans og enn eru rúmir þrír mánuðir til kosninga. Allt getur gerst!“ skrifar Baldur. Gat ekki fengið sig til að horfa á kappræðurnar Þá segir Baldur að reynsla hans af eigin framboði til forseta hafi breytt sýn hans á frambjóðendur af öllu tagi. Hann hafi ekki getað fengið sig til að horfa á Biden í kappræðunum þrátt fyrir nokkrar tilraunir. Ítarlega var fjallað um laka frammistöðu Joe Biden í kappræðum milli hans og mótframbjóðanda hans Donald Trump í síðasta mánuði. „Það er samt erfitt að hætta að fylgjast með refskák stjórnmálanna þó að þeir hildarleikir bæti ekki nokkurn mann. Höldum áfram að njóta lýðræðisins,“ skrifar Baldur að lokum.
Bandaríkin Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53 „Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48 Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Joe Biden með Covid Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur greinst með Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá hvíta húsinu finnur hann fyrir vægum einkennum. 17. júlí 2024 23:53
„Biden á langa sögu af mismælum“ Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. 12. júlí 2024 23:48
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10