Segir aðkomu Kennarasambandsins ekkert nema eðlilega Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 19:51 Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. Vísir/Rúnar Viðskiptaráð Íslands kennir stefnumótun Kennarasambandsins um neyðarástand í íslensku grunnskólakerfi, og vill fá samræmd próf aftur inn í skólana. Stjórnarmaður í sambandinu gefur lítið fyrir slíka gagnrýni. Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Í umsögn Viðskiptaráðs um áformaðar breytingar menntamálaráðherra á lögum um grunnskóla segir að stefnumörkun Kennarasambandsins hafi leitt íslenskt grunnskólakerfi í öngstræti, og að stjórnvöld ættu að gjalda varhug við frekari afskiptum sambandsins. Einn stærsti ásteitingarsteinninn er fyrirhugað afnám samræmdra prófa til frambúðar. „Það eru algild sannindi að til að bæta hlutina, þá þarf að mæla þá. Ef stjórnvöld eru núna að taka úr sambandi eina samræmda árangursmælikvarðann í íslensku skólakerfi, þá verður árangurinn lakur, eins og raun ber vitni,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið vísar meðal annars til könnunar sem Verzlunarskóli Íslands leggur fyrir nýnema sína, sem sýni misræmi í færni milli nemenda með sambærilegar einkunnir úr mismunandi grunnskólum. „Það er alveg ótvírætt að það er bæði einkunnaverðbólga upp úr grunnskólum og það er verið að brjóta jafnræði gegn grunnskólabörnum. Það er verið að taka grunnskólanemendur inn í framhaldsskóla á grundvelli ósambærilegra einkunna.“ Viðskiptaráð leggi til að samræmd próf verði tekin upp að nýju, þau látin gilda inn í framhaldsskóla, og niðurstöur þeirra verði birtar opinberlega, sundirliðaðar eftir grunnskólum. „Að okkar mati hefur stefna stjórnvalda beðið skipbrot, og það skrifast að stórum hluta á það að stjórnvöld hafa úthýst þessum málaflokki til Kennarasambands Íslands.“ Björn Brynjúlfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.Viðskiptaráð Punktmælingar ekki vænlegar til árangurs Stjórnarmaður í Kennarasambandinu segir hugmyndir Viðskiptaráðs byggja á gamaldags hugmyndum. „Það er til dæmis mjög erfitt að bera saman svona punktmælingu, eins og svona próf sem er til dæmis tekið uppi í Verzlunarskóla á tveimur tímum, eða mælingu sem fer fram á heilu ári í grunnskóla, eða jafnvel þremur árum, eða tíu,“ segir Anton Már Gylfason. Hann er í senn meðlimur í stjórn kennarasambandsins, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, og áfangastjóri við Borgarholtsskóla. Hann segir það sama gilda um samræmd próf og um færnikönnunina í Verzló. Erfitt sé að beita þriggja til fimm tíma prófi sem algildum mælikvarða á færni nemenda. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni ráðsins á aðkomu Kennarasambandsins að stefnumótun. Félagið sé stærsta fagfélagið á sviði menntamála. „Að það sé gert með einhverjum hætti undarlegt að við séum að koma að faglegu starfi á sviði menntamála. Það gengur bara ekki alveg upp.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira