Arnar eftir annað tap Víkings á stuttum tíma: „Við erum í öldudal“ Runólfur Trausti Þórhallsson og Einar Kárason skrifa 20. júlí 2024 20:06 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, segir lið sitt í öldudal eftir tap á Akureyri í 15. umferð Bestu deildar karla. Liðið féll út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu í liðinni viku og gefur nú liðunum í 2. og 3. sæti Bestu deildarinnar tækifæri á að brúa bilið. „Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
„Ef maður nýtir ekki færin þá er alltaf séns að fá blauta tusku í andlitið og Sveinn Margeir (Hauksson) gerði þetta virkilega vel í sínu færi en að sama skapi var þetta ekki nægilega sterkur varnarleikur hjá okkur.“ „Mér fannst eins og við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik og svo voru færi í seinni hálfleik líka. Þetta minnti mig smá á Shamrock-leikina, vorum með nokkra yfirburði út á velli en það er smá ólukka og menn aðeins að stressa sig of mikið inn í teig andstæðinganna, láta of mikið á sig fá þegar færin klikka. Þá fara menn að stressast upp frekar en að slaka á því við erum lið sem fær alltaf fullt af færum.“ „Bæði þarf að hrósa KA, þeir gátu ekki spilað annan eins hálfleik og í fyrri hálfleik. Voru árásagjarnari og gerðu hlutina erfiða fyrir okkur. Svo veit maður ekki hvort það var andleg- og líkamleg þreyta sem sat í mönnum eftir Shamrock. Þegar allt kemur saman í hinn fullkomna storm verður þetta erfitt í seinni hálfleik. Fengum líka fín færi til að klára leikinn í seinni hálfleik en kannski aðeins færri en í fyrri.“ „Ég hef alltaf sagt að þetta mót mun fara alla leið, það eru of góð lið í þessari deild. Svo þegar menn eru að berjast á öllum vígstöðvum þá minnkar bilið á milli liðanna og þess háttar sem gerir þetta skemmtilegt fyrir áhorfendur.“ „Við erum í öldudal núna en það eru alltaf lið sem lenda í öldudal á hverju sumri, þurfum bara að sjá til þess að öldudalurinn verði ekki fjórir eða fimm leikir. Það eru núna komnir þrír leikir og það er að mínu mati óskandi að það muni linna núna sem fyrst. Ef það heldur áfram þá verður það sem stefndi í gördjöss sumar einfaldlega vont,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira