Sendir Biden háðsglósur á fyrsta kosningafundi eftir banatilræðið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 10:41 Fundurinn var sá fyrsti sem Trump hélt ásamt varaforsetaefni sínu eftir banatilræðið. AP/Evan Vucci Í gær hélt Donald Trump fyrsta kosningafund sinn eftir að honum var ráðið banatilræði á kosningafundi í Pennsylvaníuríki á laugardaginn síðasta. Einn lést og tveir særðust ásamt því að eitt skotið hæfði Trump í hægra eyrað og særði hann lítillega. Fundurinn var haldinn í Michiganríki. „Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
„Það var fyrir nákvæmlega viku síðan, upp á klukkutímann, jafnvel mínútuna. Ég stend frammi fyrir ykkur fyrir náð almáttugs guðs,“ segir hann í ræðustólnum og fundargestir púa og fagna til skiptis. Sárabindið einkennandi hefur nú vikið fyrir húðlituðum plástri. „Ég ætti ekki að vera hérna núna. Nokkuð alveg einstakt skeði,“ segir hann þá. „Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ Á fundinum var ásamt Trump varaforsetaefni hans J.D. Vance. Fundurinn var sá fyrsti sem þeir félagar halda í sameiningu síðan tilkynnt var um framboð Vance á landsþingi Repúblikanaflokksins fyrr í vikunni. Klippa: Fyrsti kosningafundur Donald Trump eftir banatilræðið „Það sem [Joe Biden og Kamala Harris] stunda er misupplýsingar og rangupplýsingar og alltaf segja þau: „Hann er ógn við lýðræðið.“ Hvað í fjandanum hef ég gert lýðræðinu? Í síðustu viku var ég skotinn fyrir lýðræðið. Hvað hef ég gert lýðræðinu?“ segir hann. Trump sendi Biden mótframbjóðanda sínum einnig háðsglósur í ræðunni en háværar raddir innan Demókrataflokksins hafa kallað eftir því að Biden stigi til hliðar og að nýr frambjóðandi taki við fyrir hönd flokksins. „Þeir vita ekkert hver þeirra frambjóðandi er, og ekki við heldur,“ segir Trump og vísar til mótframbjóðanda síns sem „hrums gamals karls.“ Fyrsti fundur varaforsetaefnisins Áður en Trump steig upp í ræðustól ávarpaði varaforsetaefni hans J.D. Vance fundargesti. Hann gerði Kamölu Harris varaforseta og mótframbjóðanda að umtalsefni sínu. Klippa: J.D. Vance ávarpar gesti á fyrsta kosningafundinum sínum „Kamala Harris sagði eitthvað á þá leið að ég sé ekki landi mínu trúr. Ég veit ekki með það, Kamala, ég sinnti herþjónustu í sjóliðadeildinni og byggði upp fyrirtæki. Hvað í andskotanum hefur þú gert annað en að hanga á spenanum?“ segir J.D Vance. Michigan er eitt þeirra ríkja sem hvorugur flokkurinn getur gengið að vísu. Lengi vel þótti fylkið hallt undir Repúblikanaflokkinn en það hefur breyst á síðustu árum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri eru ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira