Dalvíkingurinn skoraði mark St. Louis City þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Sporting Kansas City í nótt.
Nökkvi kom St. Louis yfir á 42. mínútu með góðu skoti í fjærhornið eftir laglegan einleik.
Skömmu áður var Nökkvi reyndar stálheppinn að vera ekki rekinn út af fyrir að stíga á leikmann Kansas.
Mark Nökkva dugði gestunum þó ekki til sigurs því William Agada jafnaði fyrir heimamenn á 73. mínútu og þar við sat.
Nökkvi hefur skorað þrjú mörk í síðustu sex leikjum St. Louis sem er í þrettánda og næstneðsta sæti Vesturdeildarinnar. Liðið hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu fjórum leikjum sínum.
Dagur Dan Þórhallsson var á sínum stað í byrjunarliði Orlando City sem gerði 1-1 jafntefli við New York City á heimavelli. Orlando City er í 7. sæti Austurdeildarinnar.