Norris komst í forystu þegar 17 hringir voru eftir þegar Piastri fór inn í skipulögð dekkjaskipti en Piastri hafði leitt nánast alla keppnina.
Liðsstjórn McLaren skipaði Norris að hleypa Piastri fram úr en það var ekki fyrr en þrír hringir voru eftir að hann lét undan. Hann sagði að hans eigin hagsmunir og sjálfselska hefðu spilað þar inni.
„Það fara allskonar hlutir í gegnum hausinn á þér, því þú verður að vera sjálfselskur í þessu sporti. Þú verður að hugsa um sjálfan þig, það er númer eitt. En ég er líka liðsfélagi svo að hausinn á mér var á fullu.“
Lando Norris about the swap:
— McLaren News | 🇬🇧 🇦🇺 (@McLarenF1_News) July 21, 2024
"It's always tought when your fighting for a win. A win means a lot to me and also to him.
Every driver is selfish, you have to be in this game.
I put myself in his shoes and realised I had to do what's right." pic.twitter.com/mioKudUI37
Norris er í 2. sæti ökumanna á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen, með 189 stig en Verstappen er með 265. Hann er í raun eini ökumaðurinn sem hefur eitthvað náð að ógna Verstappen þetta árið.
„Þegar þú hugsar um þessir sjö eða sex stig sem maður er að gefa frá sér, þá íhugar maður þetta. Þetta var ekki auðvelt.“