Enski boltinn

Grínuðust með nýja varabúning Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal skelltu sér í fyrirsætustörfin þegar nýr varabúningur var kynntur til leiks.
Leikmenn Arsenal skelltu sér í fyrirsætustörfin þegar nýr varabúningur var kynntur til leiks. @Arsenal

Arsenal kynnti á dögunum nýjan varabúning liðsins fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni og netverjar tóku strax eftir einu.

Þessi varabúningur Arsenal minnti fólk strax á litaval á vöru sem sumir þekkja vel úr verslunum. Búningurinn er svartur með rauðar og grænar rendur.

Varan sem um ræðir er svitalyktareyðir frá Lynx, nánast tilgetið Lynx Africa útgáfan.

Fólkið á Lynx sofnaði heldur ekki á verðinum og nýtti sér strax þessa óvæntu athygli.

Lynx grínaðist með nýja varabúning Arsenal á samfélagsmiðlum sínum.

Þeir kynntu til leiks „Lynx Africa Away Kit Edition“ eða útivallarbúningsútgáfuna af Afríku svitalyktareyði fyrirtækisins.

Eins og er orðið í þessari léttu auglýsingu þá er um að ræða „óviljandi samstarf“ eins og það er orðað hjá Lynx fólkinu.

Þessa grínauglýsingu má finna hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×