„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 10:00 Davíð Tómas Tómasson hefur dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan. Subway-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan.
Subway-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum