Íslenski boltinn

KR með versta árangurinn í Bestu deildinni frá 16. apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benoný Breki Andrésson og félagar í KR hafa þurft að bíða í meira en sextíu daga eftir sigri í Bestu deildinni.
Benoný Breki Andrésson og félagar í KR hafa þurft að bíða í meira en sextíu daga eftir sigri í Bestu deildinni. Vísir/HAG

KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deild karla í fótbolta í síðustu þrettán umferðum. KR tapaði 4-2 á móti Breiðabliki í gærkvöldi.

KR vann tvo fyrstu leiki sína í sumar, 4-3 á móti Fylki í 1. umferð og 3-1 á móti Stjörnunni í 2. umferð.

Þessi tveir leikir fór fram 7. apríl og 12. apríl og eftir þá var KR í öðru sæti deildarinnar á milli Breiðabliks og Víkings.

KR-ingar hafa aðeins náð í átta stig í viðbót á þeim hundrað dögum sem eru liðnir síðan þá.

Liðið vann FH 20. maí síðastliðinn en það er síðasti sigur liðsins í Bestu deildinni.

Frá þeim leik í Kaplakrika fyrir 63 dögum síðan hefur KR spilað átta leiki í röð án þess að fagna sigri.

Liðið náði jafntefli á móti Vestra, Víkingi, Fylki og Stjörnunni en tapaði á móti Val, ÍA, Fram og Breiðabliki.

Þegar við skoðum árangur allra lið í deildinni frá 16. apríl þá kemur í ljós að ekkert lið hefur fengið færri stig á þessum tíma.

KR er með tveimur stigum færra en Fylkir og fjórum stigum minna en Vestri. Stig allra liðanna frá því um miðjan apríl má sjá hér fyrir neðan.

  • Stig liða í Bestu deild karla frá 16. apríl 2024
  • 1. Víkingur 27
  • 2. Valur 24
  • 3. Breiðablik 24
  • 4. FH 21
  • 5. ÍA 20
  • 6. Stjarnan 20
  • 7. KA 17
  • 8. Fram 16
  • 9. HK 13
  • 10. Vestri 12
  • 11. Fylkir 11
  • 12. KR 8

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×