Enski boltinn

Ten Hag vill halda McTominay

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott McTominay er vinsæll hjá stuðningmönnum Manchester United og knattspyrnustjórinn er líka ánægður með hann.
Scott McTominay er vinsæll hjá stuðningmönnum Manchester United og knattspyrnustjórinn er líka ánægður með hann. EPA-EFE/PETER POWELL EDITORIAL

Manchester United þarf líklegast að selja leikmenn eftir að hafa eytt talsverðum pening í nýja leikmenn í sumarglugganum. Einhverjir hafa nefnt Skotann kappsama Scott McTominay sem einn af leikmönnunum sem United gæti fengið dágóðan pening fyrir.

Manchester United hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum á síðustu dögum og er þegar búið að versla sér tvo öfluga leikmenn í þeim Leny Yoro og Joshua Zirkzee. Samtals hafa þeir kostað í kringum níutíu milljónir punda.

Mason Greenwood er á útleið og það hefur orðrómur um það að Scott McTominay gæti líka verið á förum. Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag vill ekki sjá það því hann vill halda skoska landsliðsmiðjumanninum.

„Ég tel að við höfum marga mjög góða leikmenn og auðvitað er því áhugi frá öðrum félögum,“ sagði Ten Hag eftir 2-0 sigur á Rangers í æfingarleik.

„Ef þú skorar tíu mörk á tímabili og stendur þig mjög vel með skoska landsliðinu þá býr það til áhuga,“ sagði Ten Hag.

„Við viljum halda honum því hann er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkar hóp. Við sáum líka hvað hann skilaði til liðsins á síðustu leiktíð,“ sagði Ten Hag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×