Fækkun ferðamanna mögulega leitt til hraðari lækkunar stýrivaxta Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2024 13:42 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka hefur lækkað hagvaxtarspá sína í ljósi fækkunar ferðamanna í júní og telur þróunina geta dregið úr spennu á vinnu- og íbúðamarkaði fyrr en áður var talið. Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði. Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira
Erlendum farþegum um Keflavíkurflugvöll fækkaði um níu prósent milli ára í júní og nú talið að fyrri spá um fjölgun ferðamanna yfir háönn muni ekki ganga eftir. Óvíst er hvaða áhrif fækkunin mun hafa á verðbólgu en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma gætu að mati Greiningar Íslandsbanka orðið til þess að stýrivextir Seðlabankans yrðu lækkaðir hraðar en gert var ráð fyrir í vorspá bankans. Þá gerði bankinn ráð fyrir að stýrivextir yrðu að jafnaði 7,5 prósent á næsta ári og 5,5 prósent árið 2026. Þeir eru í dag 9,25 prósent. Bandaríkjamönnum fækkar mikið Nærri fjórir af hverjum tíu þeirra erlendu farþega sem fóru um Keflavíkurflugvöll í síðasta mánuði voru með bandarískt ríkisfang en gestum þaðan fækkaði um tæp 20 prósent frá síðasta ári. Frá áramótum mælist 1 prósent fjölgun í fjölda erlendra farþega sem farið hafa um Keflavíkurflugvöll en fjöldinn í júní var umtalsvert minni en Greining Íslandsbanka hafði spáð. Horfur fyrir háönn og þar með ferðaþjónustuárið í heild eru því sagðar lakari en í maí þegar Greining Íslandsbanka spáði ríflega 4 prósent aukningu ferðamanna frá síðasta ári. Veðrið hefur ekki alltaf leikið við erlenda ferðamenn á suðvesturhorninu í sumar. Vísir/Vilhelm „Þótt ekki sé langt um liðið frá því spáin kom út eru undanfarið vaxandi vísbendingar um að ferðamönnum til landsins muni ekki fjölga þetta árið og einhver fækkun milli ára virðist raunar nokkuð líkleg,“ segir í samantekt Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka. Greining Íslandsbanka spáði áður 0,9 prósent hagvexti á þessu ári en hefur nú fært spánna niður í 0,4 prósent. Geti dregið úr eftirspurn eftir húsnæði Talið er að fækkun ferðamanna í júní geti gefið tóninn fyrir sumarið í heild en einnig eru vísbendingar um að dvalartími ferðamanna sé að styttast og tekjur af hverjum þeirra að dragast saman að raunvirði. Ferðamálastofa spáir því nú að ferðamönnum muni fækka um 2 prósent frá því í fyrra. Færri erlendir ríkisborgarar fóru um Keflavíkurflugvöll í júní samanborið við sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Minni tekjur ferðaþjónustunnar eru sagðar geta haft áhrif víða í hagkerfinu, til að mynda á vöxt útflutnings, hagvöxt, viðskiptajöfnuð, gengi krónu, fjölda starfa á vinnumarkaði og íbúðamarkað. Telur Greining Íslandsbanka að fækkun ferðamanna geti orðið til þess að færri störf verði í boði í ferðaþjónustu á seinni helmingi ársins og spenna á íbúðamarkaði gæti minnkað vegna tilfærslu á íbúðum úr skammtímaleigu í langtímaleigu eða í sölu. Þá geti fækkun starfa á endanum leitt til þess að samdráttur verði í fólksflutningum til landsins og um leið eftirspurn eftir húsnæði.
Íslenska krónan Ferðamennska á Íslandi Íslandsbanki Seðlabankinn Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Sjá meira