„Þetta var augljóslega slys“ Máni Snær Þorláksson skrifar 22. júlí 2024 16:02 Alec Baldwin knúsar Alex Spiro, lögmann sinn, eftir að dómarinn tilkynnti að málinu væri vísað frá. EPA/RAMSAY DE GIVE Tveir kviðdómendur í sakamáli bandaríska leikarans Alec Baldwin hafa nú stigið fram og rætt um málið. Þeir eru á því að það hafi verið augljóst frá upphafi að um slys hafi verið að ræða. Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira
Baldwin var sakaður um manndráp af gáleysi. Skot hljóp af byssu leikarans á tökustað kvikmyndarinnar Rust árið 2021 með þeim afleiðingum að kvikmyndatökumaðurinn Halyna Hutchins lést. Joanna Hang, einn kviðdómenda í málinu, segir í samtali við The New York Times að það hafi verið augljóst að um slys væri að ræða. Að hennar mati hefði Baldwin ekki einu sinni átt að vera ákærður. Hún segir að eftir því sem leið á réttarhöldin virtist ákæran ekki halda miklu vatni. „Þetta var augljóslega slys. Kenningar um að það hafi verið einhver ásetningur eða gífurlegt kæruleysi af hans hálfu sem olli þessu, þær hljómuðu ekki eins og þær væru sannar.“ Leikarinn eigi að geta treyst samstarfsfólki Ganriel Picayo, hinn kviðdómandinn sem rætt var við, segir að hennar skoðun hafi breyst eftir að hún komst að því að Hannah Gutierrez-Reed, sem sinnti eftirliti með vopnunum á kvikmyndasettinu, hafði þegar verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í dauðsfalli kvikmyndatökumannsins. Picayo segir að þá hafi hún komist að þeirri niðurstöðu að um væri að ræða mjög furðuleg réttarhöld og að Baldwin ætti ekki að vera ákærður fyrir sinn hlut í málinu. Sem leikari ætti hann að geta treyst fólkinu sem vinnur á kvikmyndasettinu „til að gera vinnuna sína.“ Baldwin var upphaflega ákærður fyrir manndráp af gáleysi í janúar 2023 en ákveðið var að falla frá ákærunni til að rannsaka málið betur. Ári síðar var hann svo aftur ákærður og í það skipti fór málið fyrir dómstóla. Málinu var vísað frá dómi þegar dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið og lögreglan hefðu haldið aftur af sönnunargögnum. Dómarinn úrskurðaði auk þess að ákæruvaldið gæti ekki höfðað mál á hendur leikaranum á ný.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Héldu skírnarveislu á Hótel Borg „Þau hlæja að þessum fíflagangi en mér er dauðans alvara“ Einhleypan: Góðmennska og húmor heillar Uppgötvaði frænkur á Íslandi í ferð til Srí Lanka „Mundu nafnið mitt því ég verð þekkt leikkona“ Krakkatían: Skólarapp, fótbolti og landafræði Þakklátur Grindvíkingum fyrir traustið Tungumál berst fyrir tilvist sinni í skógum Svíþjóðar Greip tækifærið og nýtur Parísar í botn Fréttatía vikunnar: Alþingi, tónlist og íþróttir Uppgefin á stressinu um miðnætti Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Sjá meira