Íslenski boltinn

Stúkan: Hall­grímur Mar dæmir sjálfur og Er­lendur dómari reimar skó

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlendur Eiríksson dómari kom til bjargar þegar Hrannar Björn Steingrímsson var í vandræðum.
Erlendur Eiríksson dómari kom til bjargar þegar Hrannar Björn Steingrímsson var í vandræðum. S2 Sport

Stúkumenn sýndu tvö sérstök atvik úr leik KA og Víkings í fimmtándu umferð Bestu deildar karla þar sem KA-menn fögnuðu sigri á toppliði deildarinnar.

Í aðalhlutverkum i þessum tveimur atvikum voru Erlendur Eiríksson dómari leiksins og bræðurnir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni.

„Hérna fyrst er Hallgrímur að dæma leikinn,“ sagði Guðmundur Benediktsson, umsjónarmaður Stúkunnar.

„Mér fannst þetta áhugavert. Þarna er brotið á Sveini Margeiri og Elli dómari ætlar að gefa hagnað. Hallgrímur Mar er ekkert hrifinn af því og ákveður að taka lögin í sínar hendur og stoppar,“ sagði Atli Viðar Björnsson, sérfræðingur Stúkunnar.

Þeir sýndu avikið þar sem Hallgrímur hættir í miðri sókn. „Þá að sjálfsögðu dæmir Elli,“ sagði Atli Viðar.

„Þetta var klókt. Það eru komnir margir Víkingar til baka og hann ákveður að það sé ekkert gott að vera með boltann þarna,“ sagði Guðmundur. „Þetta er fullkomin ákvörðun hjá Hallgrími að stoppa bara,“ sagði Atli.

Þeir sýndu líka þegar Erlendur Eiríksson dómari kom til bjargar þegar Hrannar Björn Steingrímsson var í vandræðum með reimarnar á skónum sínum.

„Elli er gamall sjómaður. Það var hnútur þarna greinilega. Það er gott að eiga einn Erlend. Hauk í horni til að leysa þetta,“ sagði Guðmundur.

Atvikin má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Stúkan: Grímsi dæmir sjálfur leikinn og Erlendur reimar skó



Fleiri fréttir

Sjá meira


×