Veður

Á­fram rigning í kortunum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni. 
Mynd úr safni.  Vísir/Vilhelm

Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. 

Í textaspá Veðurstofunnar segir að lengst af verði þurrt norðaustanlands í dag en sums staðar lítilsháttar rigning annað kvöld. Hiti mælist 8 til 20 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á morgun er spáð suðlægri átt 5-13 m/s og rigningu, en fyrir norðan verður úrkomuminna. Á fimmtudag verður breytileg átt 3-8 m/s. Rigning eða súld á suðaustanverðu landinu og á Vesfjörðum fyrri part dags. Annars bjart með köflum en stöku síðdegisskúrir. Hiti 7 til 17 stig, svalast fyrir austan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Sunnan 5-13 m/s og rigning með köflum, en lengst af úrkomulítið norðaustantil. Lægir seinnipartinn. Hiti 10 til 17 stig.

Á fimmtudag:

Breytileg átt 3-8 og súld eða dálítil rigning með köflum, einkum suðaustantil. Allvíða skúrir inn til landsins síðdegis. Hiti 12 til 17 stig.

Á föstudag:

Norðvestan 3-10 og rigning austanlands. Lengst af úrkomulítið um landið vestanvert en stöku skúrir þar síðdegis. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Vaxandi suðlæg átt og fer að rigna, en úrkomuminna austantil. Hiti 9 til 15 stig.

Á sunnudag:

Suðlæg átt og stöku skúrir en rigning suðaustanlands og þurrt að kalla á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Útlit fyrir vestlæga átt. Skýjað og víða úrkomulítið, en rigning austanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×