Stýrivextir mögulega ekki lækkaðir fyrr en í febrúar Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2024 08:01 Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá greiningadeild Arion banka segir það skipta miklu máli á hvaða tímapunkti stýrivextir eru lækkaðir. Hagfræðingur hjá Arion banka telur að stýrivextir muni haldast óbreyttir fram í nóvember hið minnsta og mögulega þangað til í febrúar. Líklegt sé að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji bíða eftir frekari merkjum um kólnun hagkerfisins og taka þess í stað stærri lækkunarskref. Nefndin kynnir næstu vaxtaákvörðun sína þann 21. ágúst. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði nýverið að fækkun erlendra ferðamanna í júní geti leitt til þess að hraðar dragi úr þenslu. Óvissa væri um það hvort samdráttur í ferðaþjónustu myndi leiða til lægri stýrivaxta til skemmri tíma en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma geti orðið til þess að stýrivextir lækkuðu hraðar en áður var spáð. Telur Jón líklegt að stýrivextir verði lækkaðir strax í næsta mánuði. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur í greiningadeild Arion banka telur hins vegar enn ekki tímabært að spá fyrir um hraðari stýrivaxtalækkun. „Ég held að það sé smá bið í þetta,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fækkun ferðamanna hjálpi vissulega til við að kæla hagkerfið. Mikil þensla og hagvöxtur ýtir oft undir þá verðbólgu sem Seðlabankinn reynir að halda aftur af. „Seðlabankinn mun vilja sjá miklu sterkari vísbendingar um að verðbólgan sé á hraðri niðurleið áður en hann lækkar vexti.“ Verðbólga komin úr 10,2 í 5,8 prósent Ársverðbólga mældist 10,2 prósent í febrúar 2023 en var komin niður í 5,8 prósent í síðasta mánuði. Hagstofan mun birta nýja mælingu síðar í dag. „Ég geri ráð fyrir því að núverandi raunvaxtastig, það er að segja hversu hátt stýrivextir eru yfir verðbólgu, sé svona sirka passlegt um þessar mundir. Þannig að ég býst við því að eftir því sem dregur úr verðbólgu núna þá munum við sjá stýrivexti lækka,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis. Hann bætir við að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að hann vilji frekar bíða með lækkun stýrivaxta og þess í stað taka stærri skref. Ástæðan fyrir þessu sé að ákvörðun um að lækka hafi meiri áhrif en hversu mikið þeir séu lækkaðir í fyrsta skrefi. „Það er verið að stýra væntingum svo mikið. Um leið og það er búið að lækka vexti einu sinni þá sendir það svo sterk skilaboð til markaðarins að núna sé lækkunarferli hafið. Þannig að Seðlabankinn mun vilja vera viss og velja þann tímapunkt mjög vandlega,“ segir Kári. Þrjár stýrivaxtaákvarðanir eftir Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa meðal annars beðið óþreyjufullir eftir stýrivaxtalækkunum en meginvextir Seðlabankans standa nú í 9,25 prósent með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði óverðtryggðra íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur þrjú tækifæri til að breyta stýrivöxtum fyrir áramót þegar hún kemur saman 21. ágúst, 2. október og 20. nóvember. Kári telur að nefndin muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu ákvörðun sína í ágúst og halda þeim óbreyttum hið minnsta fram í nóvember. „Mögulega munu þeir verða óbreyttir fram í febrúar á næsta ári. Það eru vissulega ýmis merki um að hagkerfið sé að kólna en það eru enn þá bara fyrstu vísbendingar og bæði eru oft hagtölur endurskoðaðar upp á við.“ Einnig sé staðan á vinnumarkaði mjög sterk með litlu atvinnuleysi og einkaneysla fólks mikil sömuleiðis, sem ýtir undir þenslu. Allra augu eru á peningastefnunefnd Seðlabankans sem er undir þrýstingi um að draga úr þrýstingi á efnahagskerfið.vísir/vilhelm Er hræðsla við að lækka stýrivexti? „Ég held að það sé ekki hræðsla en ég held að peningastefnunefnd sem tekur ákvörðun telji meiri áhættu af því að lækka vexti of snemma og eiga þá í meira basli við að ná verðbólgunni niður heldur en að kæla hagkerfið aðeins of mikið. Af því að nefndin telur sig ábyggilega geta brugðist við þegar hún sér sterkari merki um kólnun með þá aðeins hressilegri vaxtalækkun. Þannig að ég held að reikningsdæmið snúi þannig að mögulegur skaði af því að bíða of lengi sé minni heldur en mögulegur skaði við að fara of snemma í vaxtalækkanir,“ segir Kári. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgreinin á Íslandi. Vísir/Vilhelm Það sé rétt að fækkun ferðamanna sé góð upp á kælingu hagkerfisins en verri ef hugað er að hagvexti. „Ég hefði frekar viljað sjá innlenda hagkerfið vera að kólna. Mögulega er smá áhyggjuefni ef þetta eru ytri aðstæður að breytast sem við höfum minni stjórn á, sem eru jú vissulega að hjálpa til núna en þá er bara vonandi að þetta sé tímabundin dýfa í ferðaþjónustunni og hún muni taka við sér. Af því að ferðamenn eru mjög verðmætir fyrir íslenskt hagkerfi.“ Eins og oft áður sé þetta spurning um að ná ákveðnu jafnvægi í efnahagslífinu. Það sé óæskilegt að hafa mikla verðbólgu enda fylgi henni mikill kostnaður. Jafnvægi og stöðugleiki geti þó seint talist eitt af leiðarstefunum í íslenskri efnahagssögu. „Það hefur reynst erfiðlega og fyrir því eru svosem margar skýringar. Eitt af því er að við erum lítil þjóð og lítið hagkerfi þannig að sveiflur í ákveðnum greinum geta haft meiri áhrif hér en annars staðar,“ segir Kári að lokum en hlusta má á viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis í heild sinni. Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði nýverið að fækkun erlendra ferðamanna í júní geti leitt til þess að hraðar dragi úr þenslu. Óvissa væri um það hvort samdráttur í ferðaþjónustu myndi leiða til lægri stýrivaxta til skemmri tíma en minni spenna í hagkerfinu og hagfelldari verðbólguhorfur til meðallangs tíma geti orðið til þess að stýrivextir lækkuðu hraðar en áður var spáð. Telur Jón líklegt að stýrivextir verði lækkaðir strax í næsta mánuði. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur í greiningadeild Arion banka telur hins vegar enn ekki tímabært að spá fyrir um hraðari stýrivaxtalækkun. „Ég held að það sé smá bið í þetta,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fækkun ferðamanna hjálpi vissulega til við að kæla hagkerfið. Mikil þensla og hagvöxtur ýtir oft undir þá verðbólgu sem Seðlabankinn reynir að halda aftur af. „Seðlabankinn mun vilja sjá miklu sterkari vísbendingar um að verðbólgan sé á hraðri niðurleið áður en hann lækkar vexti.“ Verðbólga komin úr 10,2 í 5,8 prósent Ársverðbólga mældist 10,2 prósent í febrúar 2023 en var komin niður í 5,8 prósent í síðasta mánuði. Hagstofan mun birta nýja mælingu síðar í dag. „Ég geri ráð fyrir því að núverandi raunvaxtastig, það er að segja hversu hátt stýrivextir eru yfir verðbólgu, sé svona sirka passlegt um þessar mundir. Þannig að ég býst við því að eftir því sem dregur úr verðbólgu núna þá munum við sjá stýrivexti lækka,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis. Hann bætir við að seðlabankastjóri hafi gefið til kynna að hann vilji frekar bíða með lækkun stýrivaxta og þess í stað taka stærri skref. Ástæðan fyrir þessu sé að ákvörðun um að lækka hafi meiri áhrif en hversu mikið þeir séu lækkaðir í fyrsta skrefi. „Það er verið að stýra væntingum svo mikið. Um leið og það er búið að lækka vexti einu sinni þá sendir það svo sterk skilaboð til markaðarins að núna sé lækkunarferli hafið. Þannig að Seðlabankinn mun vilja vera viss og velja þann tímapunkt mjög vandlega,“ segir Kári. Þrjár stýrivaxtaákvarðanir eftir Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hafa meðal annars beðið óþreyjufullir eftir stýrivaxtalækkunum en meginvextir Seðlabankans standa nú í 9,25 prósent með tilheyrandi áhrifum á greiðslubyrði óverðtryggðra íbúðalána. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur þrjú tækifæri til að breyta stýrivöxtum fyrir áramót þegar hún kemur saman 21. ágúst, 2. október og 20. nóvember. Kári telur að nefndin muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu ákvörðun sína í ágúst og halda þeim óbreyttum hið minnsta fram í nóvember. „Mögulega munu þeir verða óbreyttir fram í febrúar á næsta ári. Það eru vissulega ýmis merki um að hagkerfið sé að kólna en það eru enn þá bara fyrstu vísbendingar og bæði eru oft hagtölur endurskoðaðar upp á við.“ Einnig sé staðan á vinnumarkaði mjög sterk með litlu atvinnuleysi og einkaneysla fólks mikil sömuleiðis, sem ýtir undir þenslu. Allra augu eru á peningastefnunefnd Seðlabankans sem er undir þrýstingi um að draga úr þrýstingi á efnahagskerfið.vísir/vilhelm Er hræðsla við að lækka stýrivexti? „Ég held að það sé ekki hræðsla en ég held að peningastefnunefnd sem tekur ákvörðun telji meiri áhættu af því að lækka vexti of snemma og eiga þá í meira basli við að ná verðbólgunni niður heldur en að kæla hagkerfið aðeins of mikið. Af því að nefndin telur sig ábyggilega geta brugðist við þegar hún sér sterkari merki um kólnun með þá aðeins hressilegri vaxtalækkun. Þannig að ég held að reikningsdæmið snúi þannig að mögulegur skaði af því að bíða of lengi sé minni heldur en mögulegur skaði við að fara of snemma í vaxtalækkanir,“ segir Kári. Ferðaþjónustan er stærsta útflutningsgreinin á Íslandi. Vísir/Vilhelm Það sé rétt að fækkun ferðamanna sé góð upp á kælingu hagkerfisins en verri ef hugað er að hagvexti. „Ég hefði frekar viljað sjá innlenda hagkerfið vera að kólna. Mögulega er smá áhyggjuefni ef þetta eru ytri aðstæður að breytast sem við höfum minni stjórn á, sem eru jú vissulega að hjálpa til núna en þá er bara vonandi að þetta sé tímabundin dýfa í ferðaþjónustunni og hún muni taka við sér. Af því að ferðamenn eru mjög verðmætir fyrir íslenskt hagkerfi.“ Eins og oft áður sé þetta spurning um að ná ákveðnu jafnvægi í efnahagslífinu. Það sé óæskilegt að hafa mikla verðbólgu enda fylgi henni mikill kostnaður. Jafnvægi og stöðugleiki geti þó seint talist eitt af leiðarstefunum í íslenskri efnahagssögu. „Það hefur reynst erfiðlega og fyrir því eru svosem margar skýringar. Eitt af því er að við erum lítil þjóð og lítið hagkerfi þannig að sveiflur í ákveðnum greinum geta haft meiri áhrif hér en annars staðar,“ segir Kári að lokum en hlusta má á viðtalið við hann í Reykjavík síðdegis í heild sinni.
Verðlag Seðlabankinn Fjármál heimilisins Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Fækkun ferðamanna gæti komið íbúðum á markað Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi ekki bara neikvæð áhrif. Fækkunin geti til dæmis fjölgað íbúðum á leigumarkaði og jafnvel á sölumarkaði. Þá gæti hún jafnvel losað um spennu á vinnumarkaði. 22. júlí 2024 20:30