Erlent

Bráðabirgðamælingar sýna heitasta dag jarðar frá upp­hafi mælinga

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Ferðamenn í allt að 44 stiga hita á Spáni á dögunum.
Ferðamenn í allt að 44 stiga hita á Spáni á dögunum. EPA

Sunnudagurinn 21. júlí var samkvæmt bráðabirgðatölum Copernicus-loftslagsþjónustu Evrópusambandsins heitasti dagur jarðar frá upphafi mælinga. 

Reuters segir frá því að meðalhiti á yfirborði jarðar hafi mælst 17,9 gráður á selsíus, en í júlí í fyrra var metið slegið þegar meðalhitastig varð 17,8 gráður. 

Í júlí í fyrra mældist hvert annað hitametið á fætur öðru. Lamandi hitabylgja reið yfir bæði Evrópu og Bandaríkin og er sömu sögu að segja af júlímánuði þessa árs.  

Í umfjöllun Reuters kemur fram að hver mánuður frá júnímánuði síðasta árs hefur mælst sá heitasti frá upphafi mælinga, í samanburði við sama mánuð fyrri ár. 

Vísindamenn segja mögulegt að árið 2024 verði heitasta ár frá upphafi mælinga, en það met var slegið árið 2023. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×