Erlent

For­stjóri lífvarðasveitarinnar segir af sér vegna banatilræðisins

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Cheatle hyggst segja af sér. 
Cheatle hyggst segja af sér.  AP

Kimberly Cheatle forstjóri bandarísku öryggisþjónustunnar Secret service segist ætla að láta af störfum í kjölfar banatilræðisins á hendur Donald Trump fyrr í mánuðinum. Hún viðurkennir mistök við öryggisgæslu á fundinum. 

Þetta herma heimildir CBS. Rannsókn á frammistöðu lífvarðasveitarinnar á kosningafundinum var sett af stað eftir banatilræðið á kosningafundi Trump í Pennsylvaníu þann 13. júní. Einn lést í árásinni og tveir slösuðust illa. Trump slapp naumlega með áverka á eyra. 

Lögreglumenn og öryggisgæslumenn frá mörgum mismunandi stofnunum voru á staðnum þegar fundurinn var haldinn og samkvæmt heimildum CBS var öryggisgæsla látin vita af grunsamlegum mannaferðum allt að tuttugu mínútum áður en árásin var gerð. 

Cheatle reindi frá því að hún hefði verið ábyrg fyrir því að öryggisstöðlum yrði framfylgt á fundinum þegar hún kom fram á fulltrúaþingi Bandaríkjanna í gær. Þá sagði hún að um verulegan brest í verkferlum hafi verið að ræða. 

„Eina verkefni lífvarðasveitarinnar er að vernda leiðtoga okkar þjóðar. Þann 13. júlí mistókst okkur,“ sagði hún jafnframt. 

Verkefni öryggisþjónustunnar (Secret service) er tvíþætt; annars vegar að gæta öryggis forseta Bandaríkjanna, varaforseta, fyrrverandi forseta og erlendra tignargesta og hins vegar að rannsaka efnahagsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×