Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 20:00 Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal man ekki eftir annarri eins ótíð þegar kemur að heyskap og í ár. Vísir/Sigurjón Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum. Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum.
Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira