Erlent

Á­tján fórust í flug­slysi í Nepal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í Nepal í morgun.
Frá vettvangi í Nepal í morgun. EPA/Narendra Shrestha

Átján fórust þegar flugvél hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak í Kathmandu höfuðborg Nepal í morgun. Flugmaðurinn er sá eini sem komst lífs af en hugað er að honum á sjúkrahúsi.

Í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum í Nepal segir að flugvélin hafi verið á vegum Saurya Airlines sem er nepalskt flugfélag sem sinnir innanlandsflugi. Vélin hafi farið í loftið, fljótlega tekið hægri beygju í stað vinstri beygju og hrapað til jarðar.

Flugvöllurinn í Kathmandu er aðalflugvöllurinn í Nepal. Hann liggur í dal sem er umkringdur fjöllum. Umferð um flugvöllinn var lokað í kjölfar slyssins á meðan rannsókn á orsökum slyssins fer fram.

Flugmaðurinn mun ekki vera í lífshættu en augu hans eru sköðuð.

Flugslys eru nokkuð tíð í Nepal eins og sjá má á fréttum undanfarinna ára hér að neðan.

Frétt AP.


Tengdar fréttir

22 fórust í flugslysi í Nepal

22 létu lífið, eða allir um borð, þegar flugvél af gerðinni DeHavilland Twin Otter hrapaði til jarðar í Nepal í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×