Lífið

Pönnu­kökur með karamelliseruðum bönunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jana heldur uppi heimasíðunni jana.is þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum.
Jana heldur uppi heimasíðunni jana.is þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum.

Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana deildi girnilegri uppskrift að prótein pönnukökum með karamelliseruðum bönunum á Instagram-síðu sinni á dögunum. Þegar veðrið leikur okkur grátt er fátt huggulegra en að eiga notalega stund og töfra fram ljúffengar pönnukökur.

Jana heldur uppi heimasíðunni jana.is þar sem hún deilir hinum ýmsu uppskriftum en hér má sjá uppskriftina að próteinpönnukökunum með karamelliseruðum bönunum:

Hráefni:

100 gr hafrar

2 stk bananar

150 gr grísk jógúrt 

2 stk egg

2 msk kollagen 

1-2 msk akasíhunang

1 tsk vanilla

smá klípa af salti, lyftidufti og kanil

Aðferð:

Hrærið öllum hráefnum saman. 

Ég græjaði deigið í Vitamixerinum mínum. (Ef þið hrærið saman í höndunum, stappið banana og saxið jafnvel haframjölið smá til að fá það aðeins fínna)

Hitið smá smjör/kókosolíu á pönnu og steikið pönnukökurnar á annarri hliðinni.

Skerið svo auka banana í sneiðar og setjið nokkra banana bita ofan á pönnukökurnar og snúið þeim við.

Klárið að steikja og setjið á disk þegar þær eru klárar.

Njótið með bragðbættri grískri jógúrt, berjum og smá sætu.


Tengdar fréttir

Sumarleg grillveisla að hætti Lindu Ben

Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á í útilegunni í sumar. 

Vænir, grænir og girnilegir matcha-molar að hætti Jönu

Heilsukokkurinn og jógakennarinn Jana fer einstakar leiðir í matargerð og eru grænu matcha bitarnir orðnir ákveðið einkenni hennar. Þá hafa þessir grænu bitar Jönu sömuleiðis verið áberandi og ómissandi í skvísuboðum sumarsins.

Spænsk sumarveisla að hætti Maríu Gomez

María Gomez, matgæðingur og áhrifavaldur, deilir hér sumarlegri og ljúffengri grilluppskrift sem er tilvalin að bjóða upp á sólríkum sumardegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×