Hert öryggisgæsla í Víkinni: „Finnst þetta aðeins of ýkt“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2024 19:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Arnar Hert öryggisgæsla verður bæði í Víkinni og á Kópavogsvelli annað kvöld er Evrópuleikir Víkings og Breiðabliks fara fram. UEFA bregst þannig við ólátum sem urðu á leik Vals við Vllaznia í Sambandsdeildinni á dögunum. Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Upp úr sauð í lok leiks Vals og Vllaznia sem lauk með 2-2 jafntefli. Stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum, sem og starfsfólk og stjórnarmenn. Annað albanskt lið, Egnatia, heimsækir Víkinga á morgun og verður hert öryggisgæsla á vellinum vegna þessa. Hið sama verður uppi á teningunum á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Drita frá Kósóvó. „Það er aðeins meiri viðbúnaður en venjulega. UEFA hefur flokkað þennan leik sem high risk leik og sama með leikinn í Kópavogi eftir uppákomuna sem varð á Hlíðarenda um daginn. Það kom hingað öryggiseftirlitsmaður frá UEFA á staðinn og verður okkur til halds og trausts,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2) Hann segir ef til vill full langt gengið hjá UEFA, sérstaklega í ljósi þess að engir stuðningsmenn albanska liðsins fylgi því hingað til lands. „Persónulega finnst mér þetta aðeins of ýkt. En eftir uppákomuna á Hlíðarenda álítur UEFA að það þurfi að grípa aðeins inn í hér vegna þess að hér er aftur að koma albanskt lið og lið frá Kósóvó. Vllaznia er frá Norður-Albaníu og þetta eru Kósóvó-Albanar mikið og þeir tengja það einhbern veginn saman,“ „Þeir hafa tilkynnt okkur að engir stuðningsmenn koma með liðinu. En aftur á móti eru Albanar hér á Íslandi sem mæta mögulega á leikinn. Við tökum þeim fagnandi og vonum að þeir hagi sér vel,“ segir Haraldur. Andstæðingar Víkings í heimaleikjabanni Haraldur segist þá feginn því að stuðningsmenn Egnatia komi ekki með liðinu hingað til lands í ljósi þess að UEFA setti liðið í heimaleikjabann sökum hegðunar þeirra á Evrópuleik liðsins í síðustu viku. Klippa: Tjáir sig um herta öryggisgæslu í Víkinni „Við erum ekki þessu vön á Íslandi. Erlendis er þetta alþekkt. Þetta var smá sjokkerandi uppákoma sem kannski vekur okkur til umhugsunar að við þurfum að vera viðbúin öllu svona þegar Evrópuleikir eru í gangi,“ „Við erum fegnir því að það komi ekki stuðningsmenn með liðinu frá Albaníu af því að þeir höguðu sér illa á síðasta leik, í síðustu viku. Þeir munu vegna þess þurfa að leika leikinn á móti okkur ytra fyrir luktum dyrum,“ segir Haraldur. Tóm hamingja í Víkinni En þarf að skoða öryggismálin í kringum Evrópuleiki á Íslandi heildstætt eftir ólætin á dögunum? „Það veltur algjörlega á þeim liðum sem hingað koma. Það er klárlega tilefni til þess að skoða þetta. Við höfum verið til dæmis Lech Poznan fyrir þremur árum, þeim fylgdu 60-70 ultras en þeir höguðu sér mjög vel. Þá var aukin gæsla en enginn öryggisfulltrúi frá UEFA,“ segir Haraldur sem býst ekki við öðru en að allt fari vel fram annað kvöld. „Það verður bara tóm hamingja í Víkinni, að venju.“
Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5) 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport) 19:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1) 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Handbolti Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Enski boltinn „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Handbolti Erin frá Stjörnunni til Kanada Fótbolti Grétar í átta mánaða bann: Sakaður um ofbeldi og tal um typpalykt Sport Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Körfubolti Uppgjörið: Valur - Melsungen 28 - 33 | Héldu í við þýska toppliðið Handbolti Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Handbolti Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Fótbolti Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Erin frá Stjörnunni til Kanada Willum Þór með stoðsendingaþrennu í stórsigri Napoli jók forskotið á toppi deildarinnar Luke Shaw verður lengur frá keppni en talið var fyrst Eiður Aron riftir við Vestra Sonur Dagnýjar leiddi Bowen inn á fyrir leikinn gegn United Sporting staðfestir áhuga United á Amorim Hver er þessi Rúben Amorim? Sá besti ekki einu sinn tilnefndur í ensku úrvalsdeildinni Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Haaland skrópaði líka og fór frekar á leik í Svíþjóð Segja Man. United tilbúið að borga einn og hálfan milljarð fyrir Amorim Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Jón Daði í vinnu fyrir Hollywoodstjörnur: „Þetta gerðist mjög hratt“ Real Madrid á öðrum endanum: „Fótboltapólitík“ Åge vill sjá samlanda sinn Solskjær taka við Man Utd á nýjan leik Glódís Perla besti miðvörður í heimi Segir Arteta líkari Mourinho en Guardiola FCK lýsti yfir áhyggjum sínum fyrir læti helgarinnar í Bröndby Rodri bestur í heimi 2024 Bonmatí best í heimi annað árið í röð Real Madríd og Barcelona lið ársins Yamal besti ungi leikmaður heims Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar Man United sett sig í samband við Amorim „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Telja að Rodri vinni Gullboltann og Vinícius mæti því ekki Glódís Perla í 22. sæti yfir bestu leikmenn heims Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Palmer líkt við Zola: Þekki hann bara úr FIFA leiknum Sjá meira
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti
Uppgjör, viðtöl og myndir: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Körfubolti