Sport

Kórónu­veirusmit í Ólympíu­þorpinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keppendur á Ólympíuleikunum eru mikið á sömu stöðum í Ólympíuþorpinu og því gæti smit farið fljótt á flug.
Keppendur á Ólympíuleikunum eru mikið á sömu stöðum í Ólympíuþorpinu og því gæti smit farið fljótt á flug. Getty/Michael Kappeler

Síðustu Sumarólympíuleikum var seinkað um heilt ár vegna kórónuveirunnar og því miður virðist íþróttafólkið ekki vera alveg laust við kórónuveiruna árið 2024.

Ólympíuleikarnir í París verða settir á föstudaginn og því miður berast fréttir af kórónuveirusmitum í Ólympíuþorpinu.

Fimm ástralskir keppendur greindust með veiruna en smitið var meðal leikmanna í sundknattleiksliði Ástrala í kvennaflokki. Norska ríkisútvarpið segir frá.

Allir í ástralska Ólympíuhópnum voru sendir í smitpróf. Eins og er virðist smitið aðeins vera meðal leikmanna í sundknattleiksliðinu sem eru góðar fréttir. Kórónuveiran er samt erfið viðureignar þegar hún er komin á kreik.

Þeir sem eru smitaðir þurfa að vera með grímur og í einangrun eins og mikið og þau geta. Þau eiga líka forðast fjölmenna staði.

Samkvæmt frétt í franska blaðinu Le Monde þá hefur verið aukning á kórónuveirusmitum á Parísarsvæðinu síðan í vor.

Það eru engar takmarkanir í gildi vegna kórónuveirunnar á leikunum í París sem er algjör andstaða við síðustu Ólympíuleika í Tókýó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×