„Öfga vinstri brjálæðingur“ og „Lygna-Kamala“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 07:34 Allt það sem Biden var áður sekur um er nú fyrst og fremst Harris að kenna. Getty/Bill Pugliano Donald Trump fór mikinn á framboðsviðburði í Norður-Karólínu í gær þar sem hann uppnefndi Kamölu Harris „Lygnu-Kamölu“ og kallaði hana „öfga vinstri brjálæðing“. Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Harris, sem verður forsetaefni Demókrataflokksins að óbreyttu eftir að Joe Biden steig til hliðar, er Trump greinilega hugleikin þessa dagana en hann sagði hana meðal annars „hið ofurfrjálslynda afl á bak við hverja einustu katastrófu“ Biden. Trump réðist að Harris á þeim sviðum þar sem hún þykir hvað sterkust, gerði lítið úr störfum hennar sem saksóknara og sakaði hana um að vera fylgjandi þungunarrofi eftir fæðingu; „aftöku barns“. Stjórnmálaskýrendur benda á að það sé ákveðin áhætta fólgin í því að ráðast á Harris hvað varðar lög og reglu og þungunarrof, þar sem Trump er sjálfur dæmdur glæpamaður og hefur sveiflast stafna á milli í eigin afstöðu til þungunarrofs. Trump hamraði hins vegar einnig á því að Harris hefði mistekist að sinna því verkefni sem henni var falið eftir að hún komst í Hvíta húsið; að móta stefnu og grípa til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegum aðflutningi fólks yfir landamærin frá Mexíkó. „Kamala Harris vill verða forseti grimmra glæpamanna, ólölegra innflytjenda,“ sagði Trump. „Ég verð forseti Bandaríkjamanna sem fara að lögum,“ bætti hann við. Trump sakaði Harris einnig um að hafa hylmt yfir með Biden og falið það fyrir þjóðinni að hann væri ekki lengur hæfur til að sinna forsetaembættinu. Þá væri hún jafnvel verri en Biden. „Hún er verri en hann. Af því að hann er þykjustu-frjálslyndur. Þið vitið, hann var ekki það frjálslyndur. Hann var feik. Hún er alvöru frjálslynd.“ Nokkuð hefur verið gert úr því að Harris hafi ekki verið viðstödd ávarp Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, á þinginu í gær og sagði Trump það til marks um að hún væri á móti gyðingum. Harris mun hins vegar eiga fund með Netanyahu í dag og þá má geta þess að eiginmaður hennar, Douglas Emhoff, er gyðingur.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira