Fótbolti

Evrópu­veisla á Stöð 2 Sport í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Danijel Djuric í leik Víkings Reykjavíkur gegn Shamrock Rovers hér heima á dögunum
Danijel Djuric í leik Víkings Reykjavíkur gegn Shamrock Rovers hér heima á dögunum Vísir/Pawel

Ó­hætt er að segja að fram­undan sé spennandi Evrópu­kvöld hér landi. Fjögur Bestu deildar lið verða í eld­línunni í undan­keppni Sam­bands­deildar Evrópu, leikir sem verða allir sýndir í beinni út­sendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Kjartan Atli Kjartans­son og Albert Brynjar Inga­son verða á hliðar­línunni á Hlíðar­enda á leik Vals og St.Mir­ren frá Skot­landi, sem verður sýndur á Stöð 2 Sport þar sem að eftir leiki kvöldsins verður farið yfir öll mörkin úr leikjunum fjórum, sem fara fram í Sam­bands­deild Evrópu hér á landi í kvöld, og þeir leikir gerðir upp.

Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara

N1-völlurinn: Valur – St. Mir­ren | Stöð 2 Sport klukkan 18:45

Vals­menn tryggðu sér sæti í 2.um­ferð undan­keppni Sam­bands­deildarinnar með saman­lögðum 6-2 sigri í ein­vígi sínu gegn albanska liðinu Vllaznia á dögunum. Ein­vígi sem skapaði margar fyrir­sagnir eftir ó­læti albanskra stuðnings­manna á N1-vellinum í fyrri leik liðanna sem lauk með 2-2 jafn­tefli. Vals­menn þrýstu fætinum hins vegar fast niður á bensín­gjöfina í seinni leiknum í Albaníu og hrein­lega völtuðu yfir lið Vllaznia með 4-0 sigri fyrir viku síðan. Er það síðast leikur liðsins fyrir leik kvöldsins.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia hér heima á dögunum.Vísir / Anton Brink

Skoska liðið St.Mir­ren er á yfir­standandi tíma­bili að taka þátt í Evrópu­keppni í fyrsta sinn síðan tíma­bilið 1987/88. Liðið tryggði sér þátt­töku­rétt í undan­keppni Sam­bands­deildarinnar með því að enda í 5.sæti skosku úr­vals­deildarinnar á síðasta tíma­bili. Tíma­bilið í Skot­landi er ekki hafið. St.Mir­ren hefur því undir­búið sig fyrir leik kvöldsins með æfingar­leikjum. Nú síðast gegn enska D-deildar liðinu Car­lis­le United, leik sem endaði með 2-2 jafn­tefli.

Víkings­völlur: Víkingur R. – Egna­tia | Stöð 2 Sport 5 klukkan 18:45

Á Víkings­velli í Foss­voginum taka ríkjandi Ís­lands- og bikar­meistarar Víkings Reykja­víkur á móti albanska liðinu KF Egna­tia. Um er að ræða fyrsta leik Víkings í undan­keppni Sam­bands­deildarinnar á yfir­standandi tíma­bili. Liðið tók fyrst þátt í undan­keppni Meistara­deildar Evrópu en laut þar í lægra haldi gegn írska liðinu Sham­rock Rovers og færðist því niður í Sam­bands­deildina.

Pablo Punyed í skallaeinvígi gegn leikmanni Shamrock Rovers.Vísir/Getty

Lið KF Egna­tia er ríkjandi meistari í Albaníu og féll, líkt og Víkingar, úr fyrstu um­ferð undan­keppni Meistara­deildar Evrópu. Þar laut liðið í lægra haldi FK Borac Banja Luka frá Bosníu í ein­vígi sem réðst á víta­spyrnu­keppni.

Sjá einnig:  „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“

Sam­sung­völlur: Stjarnan – Pai­de | Stöð 2 Besta deildin klukkan 19:00

Læri­sveinar Jökuls I. Elísa­betar­sonar lögðu norður-írska liðið Lin­fi­eld að velli í fyrstu um­ferð undan­keppni Sam­bands­deildarinnar með saman­lögðum 4-3 sigri. Í 2.um­ferð undan­keppninnar tekur við ein­vígi gegn eist­neska liðinu Pai­de Linna­mees­kond. Stjarnan vann 2-0 sigur á Fylki hér heima í að­draganda leiks kvöldsins.

Stjarnan - Linfield Sambandsdeild karla Sumar 2024

Lið Pai­de er sem stendur í 4.sæti í eist­nesku úr­vals­deildinni og sau­tján stigum frá topp­liði Leva­dia Tallinn þegar að bæði lið hafa leikið tuttugu og einn leik. Leva­dia og Fl­ora Tallinn eru jafnan talin sterkustu lið Eist­lands og hafa þau jafnan ekki riðið feitum hesti frá viður­eignum sínum við ís­lensk lið. Pai­de lagði Bala Town frá Wa­les að velli í ein­vígi liðanna í fyrstu um­ferð. Ein­vígi sem réðst í fram­lengingu í seinni leik liðanna.

Sjá einnig: Stjörnu­menn út­troðnir af upp­lýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“

Kópa­vogs­völlur: Breiða­blik – Drita | Stöð 2 Besta deildin 2 klukkan 19:15

Breiða­blik reynir að endur­taka leikinn frá því á síðasta tíma­bili og tryggja sér sæti í riðla­keppni Sam­bands­deildar Evrópu. Blikarnir lögðu norður-makedónska liðið Tikves að velli í fyrstu um­ferð undan­keppninnar með saman­lögðum 5-4 sigri í ein­vígi liðanna á dögunum og koma þeir fullir sjálfs­trausts inn í leik kvöldsins eftir 4-2 öruggan sigur á KR í Bestu deildinni milli Evrópu­verk­efna.

Viktor Karl, leikmaður Breiðabliks á harðaspretti í leik gegn Tikves á dögunumVísir/HAG

And­stæðingur þeirra í 2.um­ferð er lið FC Drita frá Kósovó sem er að hefja veg­ferð sína í Evrópu­keppni þetta árið með leiknum á Kópa­vogs­velli í kvöld. FC Drita endaði í 3.sæti efstu deildar Kósovó á síðasta tíma­bili, sem að lauk í júní síðast­liðnum ytra.

Sjá einnig: „Hér stígum við fast á bensín­gjöfina og höldum henni í botni í níu­tíu mínútur plús“

Við minnum svo á að eftir leiki ís­lensku liðanna í kvöld verður farið yfir öll mörkin úr leikjum þeirra og þeir leikir gerðir upp í beinni út­sendingu frá N1-vellinum á Hlíðar­enda á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“

„Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×