Flugferð Icelandair aflýst vegna mótmæla á flugvelli Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2024 10:57 Loftslagsaðgerðasinnar hafa mótmælt á flugvöllum á Spáni, í Noregi, Finnlandi, Sviss og Þýskalandi. EPA Flugferð Icelandair frá flugvellinum í Frankfurt am Main til Keflavíkur var aflýst í morgun vegna tafa sem urðu þegar loftslagsaðgerðasinnar mótmæltu á flugvellinum. Aðgerðasinnar hafa mótmælt á fjölförnum flugvöllum í Evrópu síðustu daga. Guðni Sigurðsson staðgengill forstöðumanns samskipta hjá Icelandair staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að flugvellinum hafi verið lokað og flugvél Icelandair sem þegar var á leið þangað hafi verið lent á Frankfurt-hahn flugvellinum. Farþegum þeirrar flugvélar hafi síðar verið skutlað til Frankfurt am Main. Aðgerðasinni settist niður á flugbraut vallarins í morgun. „Olía drepur,“ stendur á fánanum en sama slagorð stóð á skiltum mótmælenda á flugvellinum í Köln.EPA Flugferð Icelandair sem átti að vera farin frá flugvellinum á áttunda tímanum í morgun var aflýst, og farþegum boðið sæti í annarri flugferð, síðdegis í dag eða á morgun. Ekki einsdæmi Svo virðist sem bylgja mótmæla af þessu tagi ríði yfir flugvelli á Evrópu, en aðgerðasinnar þrýsta á þýsk yfirvöld að efna til alþjóðlegra samninga um að hætta notkun á eldsneyti fyrir árið 2030. Miklar tafir urðu á flugvellinum í Köln vegna mótmælanna.AP Í umfjöllun Reuters kemur fram að á Bonn flugvellinum í Köln í Þýskalandi hafi minnst 140 flugferðum verið aflýst í gær vegna slíkra mótmæla. Flugvöllurinn er sá sjötti stærsti í heiminum. Þá gerðu aðgerðasinnar tilraun til að tefja fyrir farþegum í innritunarsal Óslóarflugvallar í dag og í gær, en Reuters hefur eftir talsmanni flugvallarins að ekki hafi orðið rask á flugi. Sömu sögu er að segja af flugvöllum í Finnlandi, Noregi, Sviss og á Spáni. Lögreglan í London handtók nokkra aðgerðasinna sem hugðust mótmæla á sama hátt í gær á Heathrow-flugvelli. Fréttir af flugi Icelandair Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Guðni Sigurðsson staðgengill forstöðumanns samskipta hjá Icelandair staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að flugvellinum hafi verið lokað og flugvél Icelandair sem þegar var á leið þangað hafi verið lent á Frankfurt-hahn flugvellinum. Farþegum þeirrar flugvélar hafi síðar verið skutlað til Frankfurt am Main. Aðgerðasinni settist niður á flugbraut vallarins í morgun. „Olía drepur,“ stendur á fánanum en sama slagorð stóð á skiltum mótmælenda á flugvellinum í Köln.EPA Flugferð Icelandair sem átti að vera farin frá flugvellinum á áttunda tímanum í morgun var aflýst, og farþegum boðið sæti í annarri flugferð, síðdegis í dag eða á morgun. Ekki einsdæmi Svo virðist sem bylgja mótmæla af þessu tagi ríði yfir flugvelli á Evrópu, en aðgerðasinnar þrýsta á þýsk yfirvöld að efna til alþjóðlegra samninga um að hætta notkun á eldsneyti fyrir árið 2030. Miklar tafir urðu á flugvellinum í Köln vegna mótmælanna.AP Í umfjöllun Reuters kemur fram að á Bonn flugvellinum í Köln í Þýskalandi hafi minnst 140 flugferðum verið aflýst í gær vegna slíkra mótmæla. Flugvöllurinn er sá sjötti stærsti í heiminum. Þá gerðu aðgerðasinnar tilraun til að tefja fyrir farþegum í innritunarsal Óslóarflugvallar í dag og í gær, en Reuters hefur eftir talsmanni flugvallarins að ekki hafi orðið rask á flugi. Sömu sögu er að segja af flugvöllum í Finnlandi, Noregi, Sviss og á Spáni. Lögreglan í London handtók nokkra aðgerðasinna sem hugðust mótmæla á sama hátt í gær á Heathrow-flugvelli.
Fréttir af flugi Icelandair Loftslagsmál Þýskaland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira