Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Arnar Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu. „Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
„Þetta er alltaf mjög skemmtilegur hluti af tímabilinu, að taka þátt í Evrópukeppni. Að máta sig við erlend lið, sem við þekkjum minna. Þetta eru öðruvísi leikir og auðvitað mikið í húfi að komast langt í keppninni. Þetta gefur boost inn í tímabilið, það er mikið undir og við erum mjög spenntir,“ segir Halldór í samtali við Stöð 2 Sport. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Blikar slógu út lið Tikves frá Norður-Makedóníu í síðustu umferð en þurftu að hafa fyrir hlutunum. Þeir misstu 2-0 forystu niður í 3-2 tap ytra og lentu svo undir í síðari leiknum hér heima. Þeir komu þó sterkir til baka og unnu einvígið samanlagt 5-4. Halldór segir menn draga þann lærdóm að slaka aldrei á. „Það er fyrst og fremst að vanmeta aldrei þessa andstæðinga. Við voru með mikla yfirburði í leiknum úti og í góðri stöðu. Um leið og við gáfum aðeins eftir sýndu þeir gæði sín og refsuðu okkur. Það er svona það helsta sem við tökum út úr þessu,“ „Liðið sem við mætum núna er reynslumikið lið í Evrópu. Þetta er gott lið og þessi félög frá Kósóvó hafa náð virkilega góðum árangri í Evrópu síðustu ár. Við þurfum að taka þá alvarlega,“ segir Halldór. Breiðablik hefur þrætt Balkanskagann síðustu ár og mætt liðum frá Svartfjallalandi, Bosníu og nú síðast Norður-Makedóníu. Halldór segir Blika kunna ágætlega við sig á svæðinu. „Ég held ég sé að fara á minn fimmta stað á örfáum ferkílómetrum þarna fyrir austan. Þangað er gott að koma og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum fastagestir þarna,“ segir Halldór. Klippa: Sterkt Evrópulið í Kópavogi Starfslið Blika hefur unnið hörðum höndum að því að greina leik Drita-liðsins en segir menn að vissu leyti renna blint í sjóinn. Liðið eigi til að breyta um stíl þegar í Evrópukeppni sé komið og liðið náð í góð úrslit gegn sterkum andstæðingum. „Við erum búnir að horfa á alla leikina hjá þeim frá í fyrra. Þar vilja þeir halda í boltann og pressa hátt. Í Evrópukeppni hafa þeir mætt mjög sterkum andstæðingum síðustu ár. Feyenoord, Antwerp og Viktoria Plzen í fyrra og náð virkilega fínum úrslitum þó þeir hafi ekki náð að slá þau út,“ „Þar leggjast þeir neðar og spila öðruvísi. Við erum aðeins að rýna í það, hvernig þeir meta þennan útileik á Íslandi. Við erum klárir í hvoru tveggja. Þeir eru vel rútínerað lið og við gerum ráð fyrir að þeir telji sig sterkara liðið í þessu einvígi,“ segir Halldór. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“