Formúla 1

Banna Verstappen að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Max Verstappen finnst gaman að spila tölvuleiki.
Max Verstappen finnst gaman að spila tölvuleiki. getty/Alexander Scheuber

Forráðamenn Red Bull hafa bannað Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, að hanga í tölvunni langt fram eftir nóttu.

Verstappen lenti í 5. sæti í ungverska kappakstrinum um helgina. Undirbúningur Hollendingsins var ekki eins og best verður á kosið en hann var að spila tölvuleiki fram til klukkan þrjú að nóttu.

„Það tók ekki langan tíma fyrir gagnrýnina á Verstappen að koma,“ sagði ráðgjafi Red Bull, Helmut Marko.

„Það er ekki furða í ljósi þess að hann eyðir hálfri nóttinni að spila aksturstölvuleiki. Við höfum ákveðið að hann geri það ekki svona seint lengur.“

Verstappen virtist illa fyrir kallaður í Ungverjalandskappakstrinum og ók á Lewis Hamilton undir lok hans.

Þrátt fyrir að Verstappen hafi ekki unnið í þremur keppnum í röð, sem hefur ekki gerst síðan 2021, er hann enn með góða forystu í keppni ökuþóra. Verstappen er með 265 stig en Lando Norris á Mercedes er með 189 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×