Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2024 12:22 Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“ Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“
Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira