Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2024 12:22 Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“ Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“
Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira