Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2024 12:22 Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“ Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“
Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira