Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2024 12:22 Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri í upplýsinga- og áætlanadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“ Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Líkt og fram hefur komið hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega að undanförnu, en gögn Barna- og fjölskyldustofu benda meðal annars til aukinnar áhættuhegðunar barna. Til að mynda hefur tilkynningum um vímuefnanotkun barna aukist um hátt í 120 prósent á milli ára. Flestar tilkynningar, eða um fjörutíu prósent, berast barnavernd frá lögreglu. Marta Kristín Hreiðarsdóttir, deildarstjóri upplýsinga- og áætlunardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir tölfræði embættisins sýna sömu þróun. „Ef ég er að skoða síðustu tvö til þrjúár aftur í tímann þá sjáum við að tilkynningum hefur fjölgað töluvert frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til barnaverndarnefndanna ef miðað er við fyrsta ársfjórðung hvers árs,“ segir Marta. Tölfræðin fyrir árin þar á undan sé frábrugðin vegna kórónuveirufaraldursins, þegar fólk var minna á ferli og ungmenni komu síður við sögu í málum lögreglu. „En engu að síður þá er þarna töluverð aukning,“ segir Marta. Hún segir marga þætti geta skýrt þessa aukningu. Meðal annars breyttar aðstæður í kjölfar Covid, auk þess sem lögregla er skilgreind sem þjónustuaðili í farsældarlögunum svokölluðu sem voru samþykkt árið 2021. „Það þýðir að við höfum ákveðnum skyldum að gegna í málefnum er varða börn og ungmenni og við höfum verið að útfæra það hvernig við gerum það, til dæmist með því að koma á fót samfélagslögreglu, sem við reyndar vorum byrjuð á aðeins áður,“ segir Marta. Þar að auki hafi ríkissaksóknari nýverið endurútgefið leiðbeiningar varðand það hvernig vinna á mál barna og ungmenna og hvernig slík mál eru skráð í kerfi lögreglu, LÖKE. „Hins vegar þá höfum við alveg líka orðið vör við ákveðna þróun í samfélaginu. Bæði varðandi ofbeldi, við höfum verið að hafa áhyggjur af ofbeldi barna og ungmenna, og það eru ákveðnir aðrir þættir sem við höfum áhyggjur af eins og hópasöfnun og eins vímuefnaneysla, það er að segja aukin drykkja og fíkniefnaneysla,“ segir Marta. Það kalli á frekari skoðun að leggja mat á það hvort um raunverulega fjölgun atvika áhættuhegðunar sé að ræða. „Hvort að það einskorðast við ákveðna hópa, eða af því við erum farin að beina sjóðum betur að þessu, eða hvort að það er raunveruleg fjölgun, það er svolítið erfitt að segja til um það. Það kallar á frekari skoðun. Og svo náttúrlega er það alltaf þannig að það koma stundum tímabundnar sveiflur í okkar tölfræði eins og annarra, við getum ekki alltaf útskýrt af hverju þær eru. Þannig við þurfum þá líka kannski að skoða aðeins lengra tímabil til samanburðar.“ Marta Kristín hvetur foreldra til að styðja við börnin sín. „Sýna þeim ást og umhyggju en líka setja þeim mörk og aga, virða útivistartíma og í rauninni þannig stuðla að farsæld þeirra til framtíðar.“
Börn og uppeldi Lögreglan Barnavernd Fíkniefnabrot Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“