Gagnrýnir varaforsetaefni Trump fyrir ummæli um barnlausar konur Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2024 12:40 JD Vance segir demókrata barnlausar kattarkonur. Jennifer Aniston segist ekki trúa því að mögulegur varaforseti láti slíkt út úr sér. Vísir Bandaríska leikkonan Jennifer Aniston furðar sig á ummælum sem varaforsetaefni Donalds Trump lét falla um að pólitískir andstæðingar hans væru upp til hópa „barnlausar kattarkonur“. Aniston varð sjálfri ekki barna auðið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff. Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Myndband af gömlu viðtali við JD Vance þar sem hann lýsir demókrötum sem „hópi barnlausra kattarkvenna sem lifa í eymd“ hefur farið á flug eftir að Trump útnefndi hann varaforsetaefni sitt á dögunum. Í viðtalinu, sem er frá árinu 2021, sagði Vance að þessar kattarkonur vildu gera alla aðra óhamingjusama vegna eigin óánægju með líf sitt og val. Aniston deildi myndbandinu á samfélagsmiðlinum Instagram og sagðist ekki trúa því að mögulega verðandi varaforseti Bandaríkjanna hefði látið slíkt út úr sér. „Það eina sem ég get sagt er...herra Vance, ég bið þess að dóttir þín verði þeirra gæfu aðnjótandi að eignast sín eigin börn einhvern daginn. Ég vona að hún þurfi ekki að nýta sér tæknifrjóvgun sem varakost vegna þess að þú ert að reyna að taka þann möguleika frá henni líka,“ skrifaði Aniston og vísaði til þess að Vance greiddi nýlega atkvæði gegn frumvarpi demókrata sem hefði tryggt landsmönnum rétt á tæknifrjóvgunarmeðferð sem sumir repúblikanar vilja banna eða takmarka. Málið stendur Aniston nærri þar sem hún hefur talað opinskátt um eigin erfiðleika við að reyna eignast barn með tæknifrjóvgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Aniston, sem nú er 55 ára gömul, sagði tímaritinu Allure árið 2022 að „það skip væri siglt“. Ætti ekki að tala um annarra manna börn Í fyrrnefndu viðtali fór Vance einnig mikinn um barnleysi verðandi leiðtoga Demókrataflokksins og nefndi meðal annars Kamölu Harris, væntanlegt forsetaefni þeirra, og Pete Buttigieg sem hefur verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni hennar. „Allri framtíð demókrata er stýrt af barnlausu fólki. Hvernig er vit í því að við afhendum landið okkar fólki sem á ekki raunverulegra hagsmuna að gæta í því?“ sagði Vance sem lagði einnig til að börn fengju atkvæði í kosningum sem foreldrar þeirra gætu nýtt. Buttigieg sagði í vikunni að Vance hefði látið ummælin um sig og aðra demókrata falla á tíma sem hann og Chasten eiginmaður hans hefðu lent í bakslagi í ættleiðingarferli sínu. Þeir ættleiddu tvíbura. „Hann hefði ekki getað vitað það en það er kannski þess vegna sem þú ættir ekki að tala um börn annars fólks,“ sagði Buttigieg sem er samgönguráðherra Bandaríkjanna. Harris, varaforseti, er stjúpmóðir tveggja barna eiginmanns síns Dougs Emhoff.
Börn og uppeldi Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bíó og sjónvarp Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira